Virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 20:18 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og hefur virkjað ákvæði um leyniherbergi fyrir þingmenn sem vilja skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpi um veitingu ríkisborgararéttar. Vísir/Vilhelm Ákveðið var í dag að virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt. Þingmönnum verður í samræmi við það heimilt að skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpinu í sérstöku herbergi, undir eftirliti, fram að afgreiðslu málsins. Ekki má skrifa niður eða taka myndir af gögnunum. Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30