Hælisleitendur Yfir tuttugu samtök lýsa þungum áhyggjum og boða ráðherra á fund Yfir tuttugu félagasamtök lýsa þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem upp sé komin í málefnum fólks á flótta, sem vísað hafi verið úr allri þjónustu opinberra aðila eftir neikvæða niðurstöðu umsóknar um vernd á báðum stjórnsýslustigum. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem samtökin boða til samráðsfundar næstkomandi mánudag. Innlent 18.8.2023 17:38 Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. Innlent 18.8.2023 13:00 „Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. Innlent 17.8.2023 20:00 Sveitarfélögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum. Innlent 17.8.2023 19:03 Ríkið þurfi að leysa málin með ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt að mati sambandsins að sveitarfélögum landsins er hvorki heimilt eða skylt að þjónustu flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og búsetu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Innlent 17.8.2023 13:00 Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. Innlent 17.8.2023 11:13 „Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. Innlent 16.8.2023 23:26 Ríkið hafi tekið á sig ábyrgð á velferð flóttafólks Miðstjórn ASÍ lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að flóttafólk í sérstaklega berskjaldaðri stöðu sé sent út á götuna, svipt þjónustu og ekki gefinn kostur á að sjá sér farborða í íslensku samfélagi. Innlent 16.8.2023 16:51 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. Innlent 15.8.2023 19:54 Vill lagalegt álit til að útkljá ágreining um flóttafólk Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar vegna ágreinings um flóttafólk sem búið er að svipta rétti til þjónustu. Dómsmálaráðherra vill koma fólkinu fyrir í nýju búsetuúrræði með takmörkunum. Innlent 15.8.2023 19:34 Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð. Innlent 15.8.2023 14:05 Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Innlent 15.8.2023 12:40 Úthugsað illvirki Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Skoðun 15.8.2023 10:00 Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. Innlent 14.8.2023 17:00 Hvað er planið Guðmundur? Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Skoðun 14.8.2023 11:04 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Innlent 11.8.2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. Innlent 11.8.2023 17:13 Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Skoðun 9.8.2023 13:00 Innviðir eru ekki að springa vegna flóttafólks Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. Skoðun 3.7.2023 10:01 Mikilvægt að ekki verði til tvær mismunandi þjóðir í landinu Fyrirhugað er að koma upp einingahúsum fyrir allt að þúsund umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þá munu börn hælisleitenda sækja nám í sértæku úrræði áður en þau fara í almennt skólakerfi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir mikil tækifæri fólgin í að taka vel á móti fólki. Innlent 29.6.2023 20:31 Draga úr fjölda hælisleitenda í Reykjanesbæ og vilja auka virkni Vinnumálastofnun hyggst draga úr fjölda þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ og reyna að finna hentuga staðsetningu fyrir einingahús fyrir umsækjendur í Reykjavík. Innlent 29.6.2023 13:10 Með veika móður og einhverfa dóttur en fær ekki hæli Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup. Innlent 29.6.2023 09:00 „Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. Innlent 27.6.2023 10:50 Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. Innlent 23.6.2023 19:35 Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. Innlent 22.6.2023 11:40 „Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið“ Zak, hælisleitandi af mongólskum uppruna sem er með rússneskt ríkisfang, og sendur var úr landi í lögreglufylgd til Spánar í gær er nú á leið til Georgíu til að hefja nýtt líf. Kona sem tengist honum fjölskylduböndum segir þungu fargi létt af fjölskyldunni. Innlent 21.6.2023 12:49 Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. Innlent 21.6.2023 11:23 „Útlendingamálin“ - stór vandamálapakki? Undanfarna daga hefur eins konar áróður einkennst í umræðu stjórnandi fólks í þjóðfélaginu. Guðrún Hafsteinsdóttir, nýorðinn dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við RÚV í kjölfar embættistökunnar: „Kerfi útlendingamála sé komið að þolmörkum.“ Skoðun 21.6.2023 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðsögn í útlendingamálum Þá er hann farinn. Eini ráðherrann sem virtist að minnsta kosti hafa skilning á þeim gríðarlega vanda sem við er að eiga í útlendingamálum. Skoðun 20.6.2023 15:01 Zak er í flugi til Spánar: „Við vitum ekkert hvað bíður hans“ Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, var settur um borð í flugvél Icelandair til Barselóna nú í morgunsárið. Aðstandandi hans hér heima segir algjöra óvissu vera uppi um það hvað bíður hans á Spáni. Innlent 20.6.2023 10:24 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 33 ›
Yfir tuttugu samtök lýsa þungum áhyggjum og boða ráðherra á fund Yfir tuttugu félagasamtök lýsa þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem upp sé komin í málefnum fólks á flótta, sem vísað hafi verið úr allri þjónustu opinberra aðila eftir neikvæða niðurstöðu umsóknar um vernd á báðum stjórnsýslustigum. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem samtökin boða til samráðsfundar næstkomandi mánudag. Innlent 18.8.2023 17:38
Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. Innlent 18.8.2023 13:00
„Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. Innlent 17.8.2023 20:00
Sveitarfélögum ekki heimilt að synja fólkinu um þjónustu Dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður. Þetta segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem forsætisráðuneytið óskaði eftir á dögunum. Innlent 17.8.2023 19:03
Ríkið þurfi að leysa málin með ábyrgari hætti en að vísa á sveitarfélög Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það skýrt að mati sambandsins að sveitarfélögum landsins er hvorki heimilt eða skylt að þjónustu flóttafólk sem svipt hefur verið rétti á þjónustu og búsetu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Innlent 17.8.2023 13:00
Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. Innlent 17.8.2023 11:13
„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. Innlent 16.8.2023 23:26
Ríkið hafi tekið á sig ábyrgð á velferð flóttafólks Miðstjórn ASÍ lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að flóttafólk í sérstaklega berskjaldaðri stöðu sé sent út á götuna, svipt þjónustu og ekki gefinn kostur á að sjá sér farborða í íslensku samfélagi. Innlent 16.8.2023 16:51
„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. Innlent 15.8.2023 19:54
Vill lagalegt álit til að útkljá ágreining um flóttafólk Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar vegna ágreinings um flóttafólk sem búið er að svipta rétti til þjónustu. Dómsmálaráðherra vill koma fólkinu fyrir í nýju búsetuúrræði með takmörkunum. Innlent 15.8.2023 19:34
Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð. Innlent 15.8.2023 14:05
Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Innlent 15.8.2023 12:40
Úthugsað illvirki Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Skoðun 15.8.2023 10:00
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. Innlent 14.8.2023 17:00
Hvað er planið Guðmundur? Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Skoðun 14.8.2023 11:04
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Innlent 11.8.2023 20:19
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. Innlent 11.8.2023 17:13
Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Skoðun 9.8.2023 13:00
Innviðir eru ekki að springa vegna flóttafólks Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. Skoðun 3.7.2023 10:01
Mikilvægt að ekki verði til tvær mismunandi þjóðir í landinu Fyrirhugað er að koma upp einingahúsum fyrir allt að þúsund umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þá munu börn hælisleitenda sækja nám í sértæku úrræði áður en þau fara í almennt skólakerfi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir mikil tækifæri fólgin í að taka vel á móti fólki. Innlent 29.6.2023 20:31
Draga úr fjölda hælisleitenda í Reykjanesbæ og vilja auka virkni Vinnumálastofnun hyggst draga úr fjölda þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ og reyna að finna hentuga staðsetningu fyrir einingahús fyrir umsækjendur í Reykjavík. Innlent 29.6.2023 13:10
Með veika móður og einhverfa dóttur en fær ekki hæli Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup. Innlent 29.6.2023 09:00
„Það er ekki sjálfstætt markmið að Ísland verði endastöð“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn. Innlent 27.6.2023 10:50
Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. Innlent 23.6.2023 19:35
Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. Innlent 22.6.2023 11:40
„Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið“ Zak, hælisleitandi af mongólskum uppruna sem er með rússneskt ríkisfang, og sendur var úr landi í lögreglufylgd til Spánar í gær er nú á leið til Georgíu til að hefja nýtt líf. Kona sem tengist honum fjölskylduböndum segir þungu fargi létt af fjölskyldunni. Innlent 21.6.2023 12:49
Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. Innlent 21.6.2023 11:23
„Útlendingamálin“ - stór vandamálapakki? Undanfarna daga hefur eins konar áróður einkennst í umræðu stjórnandi fólks í þjóðfélaginu. Guðrún Hafsteinsdóttir, nýorðinn dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við RÚV í kjölfar embættistökunnar: „Kerfi útlendingamála sé komið að þolmörkum.“ Skoðun 21.6.2023 06:00
Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðsögn í útlendingamálum Þá er hann farinn. Eini ráðherrann sem virtist að minnsta kosti hafa skilning á þeim gríðarlega vanda sem við er að eiga í útlendingamálum. Skoðun 20.6.2023 15:01
Zak er í flugi til Spánar: „Við vitum ekkert hvað bíður hans“ Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, var settur um borð í flugvél Icelandair til Barselóna nú í morgunsárið. Aðstandandi hans hér heima segir algjöra óvissu vera uppi um það hvað bíður hans á Spáni. Innlent 20.6.2023 10:24