Sjálfstæðismenn skriðið í eina sæng með röngum bandamanni Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2024 16:28 Inga hélt því fram að á Íslandi ríkti algert ófremdarástand í málefnum hælisleitenda, á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn alla ábyrgð. Guðrún var til andmæla en Ingu varð ekki hnikað. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, beindi fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi nú áðan. Og vandaði Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í leiðinni. „Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls. Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira
„Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls.
Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira