Varist eftirlíkingar! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2024 14:31 Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Hælisleitendur Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun