Fór huldu höfði á landinu í samtals tvö ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2024 18:03 Manninum hafði áður verið vísað úr landi en kom aftur með breytt eftirnafn. Vísir Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag. Maðurinn var handtekinn þann nítjánda febrúar síðastliðinn vegna gruns um þjófnað. Hann kvaðst ekki vera með skilríki og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi þegar lögreglumennt inntu hann eftir því. Hann var handtekinn og vistaður til að hægt væri að rannsaka málið frekar. Sérútbúinn bakpoki til þjófnaðar Við handtökuna var maðurinn með bakpoka með sér sem búið var að gera sérstakt „innvols“ í til að koma í veg fyrir það að þjófavörn færi í gang þegar gengið væri fram hjá öryggishliði verslana. Lögreglan lagði hald á töskuna í þágu rannsóknar málsins. Við rannsókn lögreglu kom svo í ljós maðurinn hefði sótt um hæli á Íslandi árið 2017 en umsókn hans synjað 2018 og átti að vísa honum úr landi. Þá hafi maðurinn farið í felur og ekki fundist í rúmt ár þangað til að lögreglan hafði afskipti af honum vegna annars þjófnaðar í apríl 2019. Hann hafði ekki sinnt tilkynningarskyldu. Honum hafi verið loks vísað úr landi í nóvember 2019. Kom aftur með nýtt nafn Þrátt fyrir þetta kom maðurinn aftur til landsins og sótti um hæli á nýjan leik í janúar 2023. Þá hafði hann einnig breytt nafninu sínu. Hann var merktur „týndur/horfinn“ í kerfum Útlendingastofnunar og lögreglu í febrúar 2023 og fór huldu höfði á landinu til nítjánda febrúar síðastliðins þegar hann var handtekinn eins og kom fram. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni vísaði lögreglan til þess að maðurinn hefði áður komið sér undan brottvísunarskipunum. Einnig var vísað til þess að maðurinn hefði dvalið ólöglega hér á landi án þess að upplýsa yfirvöld um dvalarstað. Það sé því nauðsynlegt að hann sé úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á meðan meðferð málsins hans stendur. Í úrskurðinum er tekið undir það að maðurinn sé líklegur til þess að koma sér undan brottvísun og því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til fimmta mars næstkomandi. Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Maðurinn var handtekinn þann nítjánda febrúar síðastliðinn vegna gruns um þjófnað. Hann kvaðst ekki vera með skilríki og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi þegar lögreglumennt inntu hann eftir því. Hann var handtekinn og vistaður til að hægt væri að rannsaka málið frekar. Sérútbúinn bakpoki til þjófnaðar Við handtökuna var maðurinn með bakpoka með sér sem búið var að gera sérstakt „innvols“ í til að koma í veg fyrir það að þjófavörn færi í gang þegar gengið væri fram hjá öryggishliði verslana. Lögreglan lagði hald á töskuna í þágu rannsóknar málsins. Við rannsókn lögreglu kom svo í ljós maðurinn hefði sótt um hæli á Íslandi árið 2017 en umsókn hans synjað 2018 og átti að vísa honum úr landi. Þá hafi maðurinn farið í felur og ekki fundist í rúmt ár þangað til að lögreglan hafði afskipti af honum vegna annars þjófnaðar í apríl 2019. Hann hafði ekki sinnt tilkynningarskyldu. Honum hafi verið loks vísað úr landi í nóvember 2019. Kom aftur með nýtt nafn Þrátt fyrir þetta kom maðurinn aftur til landsins og sótti um hæli á nýjan leik í janúar 2023. Þá hafði hann einnig breytt nafninu sínu. Hann var merktur „týndur/horfinn“ í kerfum Útlendingastofnunar og lögreglu í febrúar 2023 og fór huldu höfði á landinu til nítjánda febrúar síðastliðins þegar hann var handtekinn eins og kom fram. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni vísaði lögreglan til þess að maðurinn hefði áður komið sér undan brottvísunarskipunum. Einnig var vísað til þess að maðurinn hefði dvalið ólöglega hér á landi án þess að upplýsa yfirvöld um dvalarstað. Það sé því nauðsynlegt að hann sé úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á meðan meðferð málsins hans stendur. Í úrskurðinum er tekið undir það að maðurinn sé líklegur til þess að koma sér undan brottvísun og því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til fimmta mars næstkomandi.
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira