Ekki spennt fyrir lokuðum búsetuúrræðum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 20:01 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Sigurjón Þingflokksformaður Vinstri grænna fagnar því að ríkisstjórnin sammælist um heildarsýn í málefnum flóttafólks á Íslandi. Hann segir þingmenn flokksins ekki hafa áhuga á lokuðu búsetuúrræði á borð við það sem dómsmálaráðherra hefur kynnt. Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira