Ölfus

Fréttamynd

Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp

Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun

Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð.

Innlent
Fréttamynd

Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd

Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn

Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum

Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Innherji
Fréttamynd

Nautin í Hvammi svolgra í sig bjór alla daga

Nautin á bænum Hvammi í Ölfusi njóta lífsins á hverjum degi því þau eru alin upp á bjór og hrati af bjór, sem þau eru sólgin í. Eftir að þeim er slátrað verður til kjöt með bjórkeim, sem margir kunna vel að meta.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt

Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Ice Fish Farm kaupir allt hluta­fé í Löxum

Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýr myndi Elliði allur

Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka?

Skoðun
Fréttamynd

Kafli milli Hveragerðis og Ölfusborga boðinn út

Vegagerðin hefur boðið út næsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss. Útboðið sem núna er auglýst er tæplega áttahundruð metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá norðan Suðurlandsvegar.

Innlent