Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2023 20:09 Hópur fólks, sem stundar brimbrettaíþróttina mætti í Ráðhús Ölfus síðdegis til að mótmæla vinnubrögðum meirihlutans í bæjarstjórn vegna landfyllingar og stækkun hafnarinnar, sem þau segja að skemmi alla aðstöðu fyrir íþróttina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. Fundur bæjarstjórnar hófst klukkan 16:30 en fyrst var haldin fundur fyrir luktum dyrum með stjórn Brimbrettafélags Íslands. Um leið og fundurinn hófst formlega klukkan 16.30 var forseta bæjarstjórnar afhentur undirskriftalisti með 11.320 nöfnum þar sem því er mótmælt að aldan við Hafnarnesvita verði eyðilögð með landfyllingu vegna stækkunar hafnarinnar. Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar tók á móti mótmælalistanum frá Davíð Inga (t.h.) frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona innilega að það verði hlustað á okkur. Árið er 2023, þetta er lýðræði, við þurfum að tala saman, við þurfum að taka ákvarðanir, sem byggjast á staðreyndum og staðreyndin er að þessi landfylling er ekki besta lausnin fyrir bæjarfélagið og fyrir brimbrettafélagið,” segir Davíð Ingi Bustion, sem situr í stjórn Brimbrettafélags Íslands. Davíð Ingi Bustion frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í minnihlutanum er líka mjög ósáttur við stöðu málsins og hvernig meirihlutinn virðist ætla að hunsa óskir þeirra, sem stunda brimbretti á Íslandi við Þorlákshöfn, en um er að ræða 550 manna hóp, sem fer ört stækkandi. „Mér finnst þetta bara algjört klúður, ég verð bara að vera algjörlega hreinskilin með það,” segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi. Hvar er hamingjan í Þorlákshöfn núna? „Hún er mjög víða en kannski ekki akkúrat inn í bæjarstjórninni í dag,” segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í ÖlfusiMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir bæjarstjóri Ölfuss, er allt í fári í sveitarfélaginu vegna einnar öldu? „Þetta er bara eitt af þeim mörgum málum þar, sem ólík sjónarmið togast á og mikilvægt að kjörnir fulltrúar fái frið til að fara með málið af bestu vitund,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. En þú sjálfur, hefur þú farið á brimbretti? „Nei, aldrei nokkurn tímann.” Heldur þú að þú eigir eftir að gera það? „Það kæmi mér á óvart að maður á háum aldrei eins og ég er og með öll þessi gráu hár færi að taka upp á því.” Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skilaboðin voru skýr frá þeim sem vilja vernda brimbrettasvæðið við Hafnarnes í Þorlákshöfn. „Björgum öldunni.” Mótmælaspjald á lofti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Fundur bæjarstjórnar hófst klukkan 16:30 en fyrst var haldin fundur fyrir luktum dyrum með stjórn Brimbrettafélags Íslands. Um leið og fundurinn hófst formlega klukkan 16.30 var forseta bæjarstjórnar afhentur undirskriftalisti með 11.320 nöfnum þar sem því er mótmælt að aldan við Hafnarnesvita verði eyðilögð með landfyllingu vegna stækkunar hafnarinnar. Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar tók á móti mótmælalistanum frá Davíð Inga (t.h.) frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona innilega að það verði hlustað á okkur. Árið er 2023, þetta er lýðræði, við þurfum að tala saman, við þurfum að taka ákvarðanir, sem byggjast á staðreyndum og staðreyndin er að þessi landfylling er ekki besta lausnin fyrir bæjarfélagið og fyrir brimbrettafélagið,” segir Davíð Ingi Bustion, sem situr í stjórn Brimbrettafélags Íslands. Davíð Ingi Bustion frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í minnihlutanum er líka mjög ósáttur við stöðu málsins og hvernig meirihlutinn virðist ætla að hunsa óskir þeirra, sem stunda brimbretti á Íslandi við Þorlákshöfn, en um er að ræða 550 manna hóp, sem fer ört stækkandi. „Mér finnst þetta bara algjört klúður, ég verð bara að vera algjörlega hreinskilin með það,” segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi. Hvar er hamingjan í Þorlákshöfn núna? „Hún er mjög víða en kannski ekki akkúrat inn í bæjarstjórninni í dag,” segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í ÖlfusiMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir bæjarstjóri Ölfuss, er allt í fári í sveitarfélaginu vegna einnar öldu? „Þetta er bara eitt af þeim mörgum málum þar, sem ólík sjónarmið togast á og mikilvægt að kjörnir fulltrúar fái frið til að fara með málið af bestu vitund,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. En þú sjálfur, hefur þú farið á brimbretti? „Nei, aldrei nokkurn tímann.” Heldur þú að þú eigir eftir að gera það? „Það kæmi mér á óvart að maður á háum aldrei eins og ég er og með öll þessi gráu hár færi að taka upp á því.” Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skilaboðin voru skýr frá þeim sem vilja vernda brimbrettasvæðið við Hafnarnes í Þorlákshöfn. „Björgum öldunni.” Mótmælaspjald á lofti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira