Viðskipti innlent

Ölfus stofnar Títan

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus. Vísir/Egill

Sveitar­fé­lagið Ölfus hefur stofnað Orku­fé­lagið Títan ehf. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þar segir að fé­lagið sé rekstrar­fé­lag. Til­gangur þess sé orku­rann­sóknir, orku­vinnsla og rekstur hita­veitu í þágu Sveitar­fé­lagsins Ölfus og annarra sveitar­fé­laga og hag­aðila á á­hrifa­svæði þess og rekstur tengdra mann­virkja.

Í til­kynningu segir að í stjórn fé­lagsins hafi eftir­farandi verið kjörnir: Grétar Ingi Er­lends­son sem jafn­framt var kosinn for­maður stjórnar og með­stjórn­endur Sandra Dís Haf­þórs­dóttir, Kristín Magnús­dóttir. Í vara­stjórn voru kosin Hrönn Guð­munds­dóttir og Gestur Þór Kristjáns­son. Jafn­framt var Elliði Vignis­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri með pró­kúru.

„Að­gengi að orku er að verða ein helsta ógn verð­mæta­sköpunar á Ís­landi og mikil­vægt að allir leggist á eitt til að hreyfa við málum. Það verður ekki við það búið að hér tak­markist verð­mæta­sköpun af því að ekki sé nægt að­gengi að orku. Sveitar­fé­lagið Ölfus er eitt orku­ríkasta svæði á Ís­landi með fjöl­marga kosti til nýtingar,“ segir Elliði Vigniss­son, bæjar­stjóri Ölfuss.

„Við höfum sótt fast fram á for­sendum fram­leiðslu á um­hverfis­vænum mat­vælum og fl. og berum því á­byrgð á því að inn­viðir eins og að­gengi að orku verði tryggðir. Hlut­verk fé­lagsins verður fyrst og fremst að koma fram í þessum málum fyrir hönd Sveitar­fé­lagsins Ölfus og þá eftir at­vikum í sam­starfi við orku­fyrir­tæki með að­gengi að þekkingu, tækjum og fjár­magni. Þannig er það ekki séð sem hlut­verk fé­lagsins að standa í á­hættu­rekstri heldur að leita sam­starfs sem tryggir í­búum verð­mæta­sköpun og vel­ferð.“

Þá er haft eftir Grétari Inga Er­lends­syni, stjórnar­for­manni hins nýja fé­lags, að með stofnuninni sé ætlunin að beita sér enn fastar en áður fyrir nýtingu orku­kosta innan Sveitar­fé­lagsins Ölfus í þeim til­gangi að tryggja í­búum og fyrir­tækjum að­gengi að orku.

„Í þessu sam­hengi horfum við meðal annars til nýtingar á Öl­keldu­hálsi með mögu­leika á ská­borun undir Reykja­dal, Græn­dal og Gufu­dal, þá er þekkt að­gengi að orku í Ölfus­dal, við Hlíðar­dals­skóla og víðar innan Sveitar­fé­lagsins. Við höfum á seinustu árum verið of miklir á­horf­endur í orku­málum og til að mynda séð sveitar­fé­lögin á höfuð­borgar­svæðinu byggja upp stærsta jarð­orku­ver í heimi upp hér í Ölfusinu,“ segir Grétar.

„Svo magnað sem það er þá nýtist þessi mikla orka sem þar er unnin ekki fyrir fyrir­tæki hér á svæðinu heldur er hver einasti dropi nýttur á höfuð­borgar­svæðinu auk smá­ræðis innan lóðar þeirra á Hellis­heiði. Þessu ætlum við að breyta með því að stíga sjálf fram í þessum málum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×