Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Landeldi og eignast yfir helmingshlut
Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni.
Tengdar fréttir
Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða
First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna.
Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun
Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.