Hveragerði

Fréttamynd

Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað

Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Töfratálgari í Hveragerði

Útskurðarhnífar Andrínu Guðrúnar í Hveragerði hljóta að vera einhverskonar töfrahnífar því fuglarnir, sem hún tálgar verða svo fallegir í höndunum á henni. Mesta áskorun Andrínu er að tálga hrafninn.

Innlent
Fréttamynd

Kafli milli Hveragerðis og Ölfusborga boðinn út

Vegagerðin hefur boðið út næsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss. Útboðið sem núna er auglýst er tæplega áttahundruð metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá norðan Suðurlandsvegar.

Innlent
Fréttamynd

Milljarður á 30 sekúndum

Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo.

Skoðun
Fréttamynd

Bjórostur kynntur í Hveragerði á bjórhátíð

Unnendur íslensk bjórs geta farið að láta sér hlakka til því nú er í undirbúningi risa bjórhátíð í Hveragerði í gróðurhúsi þar sem nýr bjórostur verður meðal annars kynntur. Í dag eru tuttugu og fimm brugghús á Íslandi, sem veita um 300 manns atvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi

Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir.

Innlent
Fréttamynd

55 í sótt­kví vegna smita tengdum Heilsu­stofnun

Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu eftir að skjólstæðingur greindist með kórónuveiruna síðastliðinn þriðjudag. Alls eru nú 55 í sóttkví vegna tveggja einstaklinga sem hafa dvalið hjá Heilsustofnun og greinst með veiruna.

Innlent
Fréttamynd

Beinin sem fundust í Kömbunum ekki mannabein

Bein þau sem tekin voru til rannsóknar eftir að þau fundust í hraungjótu í Kömbum í gærkvöldi hafa nú verið skoðuð af sérfræðingi. Niðurstaðan er að ekki er um mannabein að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Dansað á Miklatúni í tilefni dagsins

Forsætisráðherra flutti hátíðlegt ávarp á Austurvelli í dag þegar þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað. Fjórtán voru sæmdir fálkaorðunni en hátíðarhöld voru hófleg vegna samkomutakmarkanna.

Innlent
Fréttamynd

Áður í Eden

Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu.

Skoðun
Fréttamynd

Opna kaffihús og boða mikla upp­byggingu í Reykja­dal

Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nei ráðherra - Hlegið og hlegið í Hveragerði

Þakið ætlaði að rifna af leikhúsinu í Hveragerði í gærkvöldi þegar leikfélag bæjarins frumsýndi farsann „Nei ráðherra", þar sem hver uppákoman rak aðra á sinn óborganlega og bráðfyndna hátt.

Menning