Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 11:43 Svona leit Hamarshöllin í Hveragerði út áður en dúkurinn fauk ofan af henni. Fráfarandi meirihluti ákvað að strengja nýjan dúk yfir í stað hins gamla en svo virðist sem Hvergerðingum lítist illa á blikuna. Vísir/Magnús Hlynur Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna. Líkt og frægt er orðið fauk dúkurinn af Hamarshöllinni í Hveragerði í miklu óveðri í febrúar síðastliðnum. Þáverandi bæjarstjórn ákvað að panta nýjan dúk á höllina í stað þess að byggja nýja. Sú ákvörðun fór illa í margan Hvergerðinginn og mætti segja að framtíð hallarinnar hafi verið helsta deilumálið í sveitarstjórnarkosningunum á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri segist hafa átt í viðræðum við fyrirtækið sem framleiðir dúkinn og segir að fyrirtækið hafi gefið vilyrði fyrir því að afpanta megi dúkinn án vandkvæða. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ segir Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Þá segir hún að ákvörðun fráfarandi bæjarstjórnar um að endurreisa Hamarshöllina hafi verið tekin með hagsmuni íþróttalífs í Hveragerðis í huga og þá ekki síst hagsmuni barna og ungmenna enda sé endurreisn Hamarshallarinnar, að mati meirihlutans, skynsamleg og hagstæð leið til að koma upp góðri íþróttaaðstöðu bæði hratt og með hagkvæmum hætti. Hún segir nýja dúkinn sem hefur verið pantaður vera sterkari en sá sem fauk af höllinni í febrúar. „Jafnframt er rétt að geta þess að fyrstu tölur hafa borist varðandi tjónabætur og er þar gert ráð fyrir að bætur nemi 108 milljónum króna. Samningar um endanlegar tjónabætur bíða aftur á móti nýrrar bæjarstjórnar,“ segir Aldís. Hveragerði Íþróttir barna Hamar Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Líkt og frægt er orðið fauk dúkurinn af Hamarshöllinni í Hveragerði í miklu óveðri í febrúar síðastliðnum. Þáverandi bæjarstjórn ákvað að panta nýjan dúk á höllina í stað þess að byggja nýja. Sú ákvörðun fór illa í margan Hvergerðinginn og mætti segja að framtíð hallarinnar hafi verið helsta deilumálið í sveitarstjórnarkosningunum á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri segist hafa átt í viðræðum við fyrirtækið sem framleiðir dúkinn og segir að fyrirtækið hafi gefið vilyrði fyrir því að afpanta megi dúkinn án vandkvæða. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ segir Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Þá segir hún að ákvörðun fráfarandi bæjarstjórnar um að endurreisa Hamarshöllina hafi verið tekin með hagsmuni íþróttalífs í Hveragerðis í huga og þá ekki síst hagsmuni barna og ungmenna enda sé endurreisn Hamarshallarinnar, að mati meirihlutans, skynsamleg og hagstæð leið til að koma upp góðri íþróttaaðstöðu bæði hratt og með hagkvæmum hætti. Hún segir nýja dúkinn sem hefur verið pantaður vera sterkari en sá sem fauk af höllinni í febrúar. „Jafnframt er rétt að geta þess að fyrstu tölur hafa borist varðandi tjónabætur og er þar gert ráð fyrir að bætur nemi 108 milljónum króna. Samningar um endanlegar tjónabætur bíða aftur á móti nýrrar bæjarstjórnar,“ segir Aldís.
Hveragerði Íþróttir barna Hamar Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira