Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2022 16:01 Töluverðar endurbætur voru gerðar á sundlauginni Laugarskarði nýlega. Þær sneru aðallega að búningsaðstöðu gesta. Hveragerði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu. Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu.
Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira