Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2022 16:01 Töluverðar endurbætur voru gerðar á sundlauginni Laugarskarði nýlega. Þær sneru aðallega að búningsaðstöðu gesta. Hveragerði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu. Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu.
Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira