Reykjavík

Fréttamynd

Bif­reið í ljósum logum við Stuðlaháls

Eldur kom upp í fólksbíl við Stuðlaháls í Árbænum í Reykjavík um klukkan 21:45 í kvöld. Engan sakaði í eldsvoðanum en ökumaður var í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju­legt ættar­mót við Snorra­braut

Blóðgjafi sem nýverið fagnaði sjötugsafmæli gaf í morgun blóð í hinsta sinn vegna aldurs, þrátt fyrir að vera við hestaheilsu. Hann skilur við Blóðbankann með trega en vonar að börn hans, sem öll voru einnig mætt í blóðgjöf föður sínum til stuðnings, taki við keflinu. Sár vöntun er á blóðgjöfum um þessar mundir.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólkið slegið eftir brunann

Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið.

Innlent
Fréttamynd

Allt í banönum á Brút

Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega.

Menning
Fréttamynd

Segir gagn­rýnina ó­svífna og ó­sann­gjarna

„Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var.  Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“

Innlent
Fréttamynd

Mælirinn fullur vegna van­virðingar á slysstað

Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar „tví­skinnungur“ hjá borgar­full­trúa eftir bana­slys

Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl.

Innlent
Fréttamynd

Fimmti hver öku­maður með ó­eðli­leg af­skipti við slysstað

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. 

Innlent
Fréttamynd

Tvímenningar taldir tengjast Elko-málinu

Tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag eru grunaðir um að tengjast tugmilljóna þjófnaði úr tveimur verslunum Elko, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðli­legt pláss í Reykja­vík

Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Já, af hverju þarf Lands­bankinn byggingu á besta stað í bænum?

„Hvenær komst þú síðast inn í banka?“ spurði ég Kristínu Ólafsdóttur umsjónarkonu þáttarins Íslands í dag á Stöð 2 þar sem ég var í viðtali nýverið. Í örstutta stund höfðu hlutverk okkar haft endaskipti, þar sem við stóðum í Reykjastræti sunnan Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur og horfðum á nýbyggingu Landsbankans.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar marg­oft kvartað undan hættu­legum gatna­mótum

Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður.

Innlent