Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. janúar 2026 13:31 Fólk er hvatt til að mæta vel undirbúið á Sorpu. Vísir/Ívar Fannar Aðsókn í endurvinnslustöðvar Sorpu eykst um sextíu prósent í kringum hátíðarnar og er engin undantekning þar á þessi jól. Upplýsingafulltrúi Sorpu biðlar til fólks að mæta vel undirbúið á stöðvarnar. Margir hafa eflaust lagt leið sína á endurvinnslustöð á síðustu dögum eftir hátíðarhöldin og ruslið sem þeim fylgja. Starfsmenn Sorpustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast enda eykst aðsókn þangað ávallt í kringum hátíðisdaga. „Jólin og nýársdagur eru þar engin undantekning. Við sjáum síðustu þrjá dagana fyrir aðfangadag, dagana milli jóla og nýárs og fyrstu tvær helgarnar á nýju ári þá eru þetta yfirleitt aðsóknarmestu dagarnir hjá okkur. Þannig að það er brjálað að gera,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Þetta eigi sérstaklega við um árið í ár, þar sem bæði jól og áramót hitta á virka daga. „Fyrsti dagur eftir hátíðarnar er laugardagur og þá komu hjá okkur einhverjir 4500 bílar, en meðaldagur, ef þú tekur árið flatt, eru 2800 bílar. Þannig að þetta er mikil aukning í aðsókn á einum degi.“ Hann hvetur fólk til að bíða aðeins með ferðina í Sorpu vilji það ekki hanga í löngum röðum. „Þá eru þetta yfireitt þannig hlutir að þeir geta tórað i skottinu á bílnum eða í bílskúrnum eða í pokunum aðeins inn í nýja árið. Þá er aðeins minna að gera, allir afslappaðri og það er hægt að fara hraðar og betur í gegnum stöðvarnar okkar,“ segir Gunnar Dofri. Þá minnir hann á grenndargámana, en lögð var mikil áhersla á það að þeir yrðu tæmdir um leið og þeir fylltust þessi jólin. Gunnar Dofri biðlar til þeirra sem hætta sér á endurvinnslustöðvarnar að mæta vel undirbúnir. „Að það sé ekki tekið í panikki, allt sem þú finnur laust heima hjá þér og hent í bílinn og ætla svo að díla við það þegar þú kemur á staðinn. Þá bæði tefurðu fyrir sjálfum þér og öðrum.“ Sorpa Reykjavík Jól Tengdar fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður. 19. desember 2025 15:03 Breyttur opnunartími hjá Sorpu Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19. 18. desember 2025 14:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekin um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Margir hafa eflaust lagt leið sína á endurvinnslustöð á síðustu dögum eftir hátíðarhöldin og ruslið sem þeim fylgja. Starfsmenn Sorpustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast enda eykst aðsókn þangað ávallt í kringum hátíðisdaga. „Jólin og nýársdagur eru þar engin undantekning. Við sjáum síðustu þrjá dagana fyrir aðfangadag, dagana milli jóla og nýárs og fyrstu tvær helgarnar á nýju ári þá eru þetta yfirleitt aðsóknarmestu dagarnir hjá okkur. Þannig að það er brjálað að gera,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Þetta eigi sérstaklega við um árið í ár, þar sem bæði jól og áramót hitta á virka daga. „Fyrsti dagur eftir hátíðarnar er laugardagur og þá komu hjá okkur einhverjir 4500 bílar, en meðaldagur, ef þú tekur árið flatt, eru 2800 bílar. Þannig að þetta er mikil aukning í aðsókn á einum degi.“ Hann hvetur fólk til að bíða aðeins með ferðina í Sorpu vilji það ekki hanga í löngum röðum. „Þá eru þetta yfireitt þannig hlutir að þeir geta tórað i skottinu á bílnum eða í bílskúrnum eða í pokunum aðeins inn í nýja árið. Þá er aðeins minna að gera, allir afslappaðri og það er hægt að fara hraðar og betur í gegnum stöðvarnar okkar,“ segir Gunnar Dofri. Þá minnir hann á grenndargámana, en lögð var mikil áhersla á það að þeir yrðu tæmdir um leið og þeir fylltust þessi jólin. Gunnar Dofri biðlar til þeirra sem hætta sér á endurvinnslustöðvarnar að mæta vel undirbúnir. „Að það sé ekki tekið í panikki, allt sem þú finnur laust heima hjá þér og hent í bílinn og ætla svo að díla við það þegar þú kemur á staðinn. Þá bæði tefurðu fyrir sjálfum þér og öðrum.“
Sorpa Reykjavík Jól Tengdar fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður. 19. desember 2025 15:03 Breyttur opnunartími hjá Sorpu Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19. 18. desember 2025 14:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekin um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður. 19. desember 2025 15:03
Breyttur opnunartími hjá Sorpu Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19. 18. desember 2025 14:00