Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2026 14:51 Maðurinn hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn dóm. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir hótanir og kynferðislega áreitni annars vegar og líkamsárás hins vegar. Maðurinn skallaði annan mann í höfuðið og sló í kviðinn með billjardkjuða vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi undir lok sumars 2023 klipið annan mann endurtekið í síðuna og reynt að fá hann til að taka utan um sig. Þá hótaði hann ítrekað að taka manninn með valdi og hafa mök við hann í endaþarm, auk þess að hóta að lemja hann. Í júlí 2024 hafi hann svo veist með ofbeldi að manni, skallað hann í höfuðið og slegið hann með billjardkjuða í kviðinn sem við það brotnaði. Í kjölfarið reif hann af honum gleraugu og sló hann með krepptum hnefa í andlitið. Því næst sló hann manninn í bakið með billjardkjuða þar sem hann lá varnarlaus á gólfinu. Fórnarlambið hlaut áverka á kvið, mjóbaki og mjaðmagrind en samkvæmt ákæru mun árásin hafa átt sér stað vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. Þá var hann kærður fyrir tvö fíkniefnalagabrot og tvö umferðarlagabrot. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákæru og segir í dómi að hann hafi fleiri dóma á bakinu. Hæfileg refsing var metin fimm mánaða fangelsi, en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða fyrra fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakakostnað. Dómsmál Reykjavík Kynþáttafordómar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi undir lok sumars 2023 klipið annan mann endurtekið í síðuna og reynt að fá hann til að taka utan um sig. Þá hótaði hann ítrekað að taka manninn með valdi og hafa mök við hann í endaþarm, auk þess að hóta að lemja hann. Í júlí 2024 hafi hann svo veist með ofbeldi að manni, skallað hann í höfuðið og slegið hann með billjardkjuða í kviðinn sem við það brotnaði. Í kjölfarið reif hann af honum gleraugu og sló hann með krepptum hnefa í andlitið. Því næst sló hann manninn í bakið með billjardkjuða þar sem hann lá varnarlaus á gólfinu. Fórnarlambið hlaut áverka á kvið, mjóbaki og mjaðmagrind en samkvæmt ákæru mun árásin hafa átt sér stað vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. Þá var hann kærður fyrir tvö fíkniefnalagabrot og tvö umferðarlagabrot. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákæru og segir í dómi að hann hafi fleiri dóma á bakinu. Hæfileg refsing var metin fimm mánaða fangelsi, en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða fyrra fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakakostnað.
Dómsmál Reykjavík Kynþáttafordómar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira