Reykjavík

Fréttamynd

„Þessi aðgerð tókst bara prýðilega“

Formaður Landssambands lögreglumanna vísar samlíkingu annars mótmælandans um borð í hvalveiðiskipum Hvals, þar sem lögreglunni hér á landi er líkt við lögregluna í Íran, á bug. Hann telur aðgerðir lögreglu í tengslum við mótmælin hafa gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Segja við­brögð lög­reglunnar við mót­mælunum ó­á­sættan­leg

Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

Gerði þarfir sínar utandyra í miðbænum

Lögregla fékk í dag tilkynningu um erlendan ferðamann sem var að gera þarfir sínar utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn farinn á brott. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld í Öskjuhlíð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna elds í Öskjuhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var talið að kveikt hafi verið í brettum nærri göngustíg.

Innlent
Fréttamynd

Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg

Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana.

Innlent
Fréttamynd

Hlýr og ó­venju hæg­viðra­samur ágúst

Ágúst var hlýr, óvenju hægviðrasamur og tiltölulega þurr víðast á landinu. Víða féll meirihluti mánaðarúrkomunnar á aðeins einum til tveimur sólarhringum seint í mánuðinum. Sumarmánuðirnir voru afar ólíkir veðurfarslega.

Innlent
Fréttamynd

Í átt að sjálf­bærni í ferða­þjónustu á höfuð­borgar­svæðinu

Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Göngum ekki frá ó­kláruðu verki

Flest okkar þurfa að koma og fara enda vilja sennilega fæst okkar vera alveg föst á sama stað. Í það minnsta þurfum við að eiga þess kost að ferðast hindrunarlítið á milli staða. Það er ólíkt eftir aðstæðum, þörfum og jafnvel tímabilum í lífi fólks hver ferðamátinn er. 

Skoðun
Fréttamynd

Í­búar í Háa­leiti dauð­þreyttir á vand­ræðum með kalda vatnið

Íbúi í Háaleitishverfi í Reykjavík sem hefur átt í vandræðum með þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna í hverfinu í byrjun ágúst er ósáttur við skort á upplýsingum frá Veitum vegna málsins. Þó nokkrar skýringar hafi verið gefnar á vandræðunum. Veitur segja þrýsting á köldu vatni í lagi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er óafsakanlegt“

Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“

Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. 

Innlent
Fréttamynd

Einkafíllinn

Ég tók þátt í ítarlegri umræðu um samgöngusáttmálanum í borgarstjórn og hér eru mín fimmtíu sent. Samgöngusáttmálinn snýst um úrbætur á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu en ein meginforsenda hans og hvati er að samgöngumál á svæðinu hafa verið í ákveðnu öngstræti um langt árabil.

Skoðun
Fréttamynd

Sjáðu konurnar koma niður eftir 33 tíma dvöl

Þær Anahita Babei og Elissa Bijou komu niður úr möstrum hval­veiði­skipanna Hvals 8 og Hvals 9 á þriðja tímanum í dag. Þar höfðu þær verið í 33 tíma til að mót­mæla fyrir­huguðum hval­veiðum Hvals en þær voru fluttar á brott í lög­reglu­bíl.

Innlent
Fréttamynd

Nærmynd af konunum í tunnunum

Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. 

Lífið
Fréttamynd

Furðar sig á að sjúkra­lið taki við skipunum frá lög­reglu

Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“

Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. 

Innlent