„Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 12:19 Líf er tilbúin að ganga inn í meirihlutasamstarf í borginni. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta einhliða meirihlutasamstarfi ólýðræðislega og óábyrga. Hún hefur verið í samtali við oddvita annarra flokka og er tilbúin að taka þátt í meirihlutasamstarfi með öðrum flokkum. Eftir kosningar 2022 sagði Líf Vinstri græn ætla að standa utan meirihlutasamstarfs. Meirihlutinn féll í þeim kosningum og hún vildi axla þá ábyrgð. Myndu hlutirnir breytast myndi hún líka axla þá ábyrgð. „Ég er í samtölum og við erum að tala saman, við sem vorum skilin eftir, en það liggur ekkert fyrir,“ segir Líf. Hún segist ekkert hafa heyrt af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Mér finnst þetta skelfilegt og hræðilegt. Mér finnst þetta vanvirðing við verkefni borgarinnar að vera með eitthvað svona „sóló stönt“. Þetta kemur líka á alversta tíma. Lóðbeint inn í kennaraverkföll sem eru á viðkvæmu stigi. Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.“ Hún segir ákvörðunina „örvæntingarfullt útspil“ og það sé fráleitt og rangt að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða það að mynda meirihluta til vinstri. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það. Þetta er hönnuð atburðarás,“ segir Líf. Engin ástæða til að slíta Hún segist ekki hafa orðið vör við verulegan ágreining í meirihlutanum. Hann hefur enga pólitíska ástæðu til að sprengja þennan meirihluta. Bara af því hann veldur ekki verkefninu, stendur sig ekki vel og mælist illa. Þau eru með meirihlutasáttmála og flugvöllurinn er hvort eð er ekki að fara neitt. Það verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili, sem dæmi. Hann hefur líka nefnt leikskólamál í þessu samhengi. „Það er algjörlega fráleit afstaða. Formaður skóla- og frístundaráðs er Framsóknarkona þannig hann er að gefa algjöran skít í hana. Hann er ekki einu sinni í samtali við flokksfélaga sína. Þau voru á þorrablóti og vissu ekkert. Þetta er bara gamli tíminn. Svona voru stjórnmálin þegar Villi Vill var í borginni og ég hafna þessu. Þetta er andlýðræðislegt og mér finnst þetta óábyrgt,“ segir Líf að lokum og á þá við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem var borgarstjóri 2006 til 2007 en sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Sjá meira
Eftir kosningar 2022 sagði Líf Vinstri græn ætla að standa utan meirihlutasamstarfs. Meirihlutinn féll í þeim kosningum og hún vildi axla þá ábyrgð. Myndu hlutirnir breytast myndi hún líka axla þá ábyrgð. „Ég er í samtölum og við erum að tala saman, við sem vorum skilin eftir, en það liggur ekkert fyrir,“ segir Líf. Hún segist ekkert hafa heyrt af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Mér finnst þetta skelfilegt og hræðilegt. Mér finnst þetta vanvirðing við verkefni borgarinnar að vera með eitthvað svona „sóló stönt“. Þetta kemur líka á alversta tíma. Lóðbeint inn í kennaraverkföll sem eru á viðkvæmu stigi. Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.“ Hún segir ákvörðunina „örvæntingarfullt útspil“ og það sé fráleitt og rangt að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða það að mynda meirihluta til vinstri. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það. Þetta er hönnuð atburðarás,“ segir Líf. Engin ástæða til að slíta Hún segist ekki hafa orðið vör við verulegan ágreining í meirihlutanum. Hann hefur enga pólitíska ástæðu til að sprengja þennan meirihluta. Bara af því hann veldur ekki verkefninu, stendur sig ekki vel og mælist illa. Þau eru með meirihlutasáttmála og flugvöllurinn er hvort eð er ekki að fara neitt. Það verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili, sem dæmi. Hann hefur líka nefnt leikskólamál í þessu samhengi. „Það er algjörlega fráleit afstaða. Formaður skóla- og frístundaráðs er Framsóknarkona þannig hann er að gefa algjöran skít í hana. Hann er ekki einu sinni í samtali við flokksfélaga sína. Þau voru á þorrablóti og vissu ekkert. Þetta er bara gamli tíminn. Svona voru stjórnmálin þegar Villi Vill var í borginni og ég hafna þessu. Þetta er andlýðræðislegt og mér finnst þetta óábyrgt,“ segir Líf að lokum og á þá við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem var borgarstjóri 2006 til 2007 en sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil.
Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Sjá meira
Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25
„Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24