„Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 12:19 Líf er tilbúin að ganga inn í meirihlutasamstarf í borginni. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta einhliða meirihlutasamstarfi ólýðræðislega og óábyrga. Hún hefur verið í samtali við oddvita annarra flokka og er tilbúin að taka þátt í meirihlutasamstarfi með öðrum flokkum. Eftir kosningar 2022 sagði Líf Vinstri græn ætla að standa utan meirihlutasamstarfs. Meirihlutinn féll í þeim kosningum og hún vildi axla þá ábyrgð. Myndu hlutirnir breytast myndi hún líka axla þá ábyrgð. „Ég er í samtölum og við erum að tala saman, við sem vorum skilin eftir, en það liggur ekkert fyrir,“ segir Líf. Hún segist ekkert hafa heyrt af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Mér finnst þetta skelfilegt og hræðilegt. Mér finnst þetta vanvirðing við verkefni borgarinnar að vera með eitthvað svona „sóló stönt“. Þetta kemur líka á alversta tíma. Lóðbeint inn í kennaraverkföll sem eru á viðkvæmu stigi. Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.“ Hún segir ákvörðunina „örvæntingarfullt útspil“ og það sé fráleitt og rangt að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða það að mynda meirihluta til vinstri. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það. Þetta er hönnuð atburðarás,“ segir Líf. Engin ástæða til að slíta Hún segist ekki hafa orðið vör við verulegan ágreining í meirihlutanum. Hann hefur enga pólitíska ástæðu til að sprengja þennan meirihluta. Bara af því hann veldur ekki verkefninu, stendur sig ekki vel og mælist illa. Þau eru með meirihlutasáttmála og flugvöllurinn er hvort eð er ekki að fara neitt. Það verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili, sem dæmi. Hann hefur líka nefnt leikskólamál í þessu samhengi. „Það er algjörlega fráleit afstaða. Formaður skóla- og frístundaráðs er Framsóknarkona þannig hann er að gefa algjöran skít í hana. Hann er ekki einu sinni í samtali við flokksfélaga sína. Þau voru á þorrablóti og vissu ekkert. Þetta er bara gamli tíminn. Svona voru stjórnmálin þegar Villi Vill var í borginni og ég hafna þessu. Þetta er andlýðræðislegt og mér finnst þetta óábyrgt,“ segir Líf að lokum og á þá við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem var borgarstjóri 2006 til 2007 en sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Eftir kosningar 2022 sagði Líf Vinstri græn ætla að standa utan meirihlutasamstarfs. Meirihlutinn féll í þeim kosningum og hún vildi axla þá ábyrgð. Myndu hlutirnir breytast myndi hún líka axla þá ábyrgð. „Ég er í samtölum og við erum að tala saman, við sem vorum skilin eftir, en það liggur ekkert fyrir,“ segir Líf. Hún segist ekkert hafa heyrt af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Mér finnst þetta skelfilegt og hræðilegt. Mér finnst þetta vanvirðing við verkefni borgarinnar að vera með eitthvað svona „sóló stönt“. Þetta kemur líka á alversta tíma. Lóðbeint inn í kennaraverkföll sem eru á viðkvæmu stigi. Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.“ Hún segir ákvörðunina „örvæntingarfullt útspil“ og það sé fráleitt og rangt að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða það að mynda meirihluta til vinstri. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það. Þetta er hönnuð atburðarás,“ segir Líf. Engin ástæða til að slíta Hún segist ekki hafa orðið vör við verulegan ágreining í meirihlutanum. Hann hefur enga pólitíska ástæðu til að sprengja þennan meirihluta. Bara af því hann veldur ekki verkefninu, stendur sig ekki vel og mælist illa. Þau eru með meirihlutasáttmála og flugvöllurinn er hvort eð er ekki að fara neitt. Það verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili, sem dæmi. Hann hefur líka nefnt leikskólamál í þessu samhengi. „Það er algjörlega fráleit afstaða. Formaður skóla- og frístundaráðs er Framsóknarkona þannig hann er að gefa algjöran skít í hana. Hann er ekki einu sinni í samtali við flokksfélaga sína. Þau voru á þorrablóti og vissu ekkert. Þetta er bara gamli tíminn. Svona voru stjórnmálin þegar Villi Vill var í borginni og ég hafna þessu. Þetta er andlýðræðislegt og mér finnst þetta óábyrgt,“ segir Líf að lokum og á þá við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem var borgarstjóri 2006 til 2007 en sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil.
Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25
„Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24