Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. febrúar 2025 15:03 Allt í einu þar sem ég sit hér ein og er að hugsa um blessaðan flugvöllinn, þið vitið þennan þarna í Reykjavíkinni, sá ég lausnina á þessu öllu og vá þetta á sko eftir að spara þjóðina hellings af peningum. Staðreyndir í málinu (mýtur) og "lausnir og eða Ávinningur" 1. Ef flugvöllurinn verður færður þá hættir fólk að nota hann því það er ekki hagkvæmt og gengur ekki upp Lausn/ávinningur: nú ef það er málið þá lokum við honum bara og þurfum ekkert að byggja annan, sparar fullt af pening. 2. Veikt fólk utan að landi sem notar flugið til að sækja læknisþjónustu, flýgur fram og til baka sama dag, getur það ekki lengur. Lausn/ávinningur: það verður þá bara að flytja til Reykjavíkur enda nóg af íbúðum þar, og við spörum helling því við þurfum ekki lengur að borga niður ferðakostnað fyrir þau, 3. Þeir sem eru svo vitlausir að veikjast alvarlega eða slasa sig út á landi fá bara líknandi meðferð, enda tækist ekki að koma því á spítala í tæka tíð því það væri búið að loka flugvellinum. Lausn/ávinningur: Við spörum talsvert þar sem við þurfum ekki að lækna fólkið og það þarf ekki að leggjast inn á spítala, þá höfum við nóg pláss á spítalanum og það sparast allur sá peningur sem færi í læknisaðstoð og umönnun. 4. Það er mikið álag á aðstandendum að fylgja veikum eða slösuðum ástvin á spítala, þeir hafa áhyggjur af hvort hann lifi af, muni ná sér og hvernig framtíðin verði. Lausn/ávinningur: Ef ástvinurinn fær bara að deyja strax þá spörum við aðstandendum allt álagið og þeir geta bara byrjað að syrgja strax. 5. Það væri svo gott fyrir umhverfið og loftlagsmarkmiðin að loka þessum mengandi flugvelli. Lausn/ávinningur: Í stað þess að fljúga þarf fólk nú að keyra á stóru Bensín/Dísil bílunum sínum 400 til 650 km aðra leið og eru svo að menga á götum Reykjavíkur þegar þangað er komið. Einn persónulegur bara fyrir mig, fyrirgefið mér sjálfhverfnina. Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann þegar hann slasaðist þegar hann var unglingur, ef ég hefði mist hann þá ætti ég ekki ömmustelpu né langömmu stráka. Hugsið ykkur hvað ég hefði sparað mikinn pening og væri alveg frjáls alein í heiminum. Já eins og þið sjáið þá er hellings sparnaður í þessu og fórnarkostnaðurinn lítill, hverjum er ekki sama um þetta landsbyggðar pakk hvort eð er. Hvers vegna vill það búa þar sem engin þjónusta er, eltandi rolluskjátur sem menga helling og slasa sig svo bara við það, miklu betra að búa í Reykjavík þar sem öll þjónusta er og hægt að kaupa matinn í Bónus og ef fólk vill endilega fara út á land nú þá er flugvöllur þar líka, HA! nei hann verður farin enda þarf ekki innanlandsflug ef engin býr lengur út á landi. Sniðugt ekki satt. OG við gætum gróðursett tré í Öskjuhlíðinni til minningar um alla þá sem var fórnað fyrir nokkur tré og fyrirhugað byggingarland, enda veitir ekki af að byggja meira ef allir af landsbyggðinni sem þurfa læknismeðferð þurfa að flytja til Reykjavíkur því flugvellinum var lokað.. Höfundur er kaldhæðin flugvallar og mannvinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Allt í einu þar sem ég sit hér ein og er að hugsa um blessaðan flugvöllinn, þið vitið þennan þarna í Reykjavíkinni, sá ég lausnina á þessu öllu og vá þetta á sko eftir að spara þjóðina hellings af peningum. Staðreyndir í málinu (mýtur) og "lausnir og eða Ávinningur" 1. Ef flugvöllurinn verður færður þá hættir fólk að nota hann því það er ekki hagkvæmt og gengur ekki upp Lausn/ávinningur: nú ef það er málið þá lokum við honum bara og þurfum ekkert að byggja annan, sparar fullt af pening. 2. Veikt fólk utan að landi sem notar flugið til að sækja læknisþjónustu, flýgur fram og til baka sama dag, getur það ekki lengur. Lausn/ávinningur: það verður þá bara að flytja til Reykjavíkur enda nóg af íbúðum þar, og við spörum helling því við þurfum ekki lengur að borga niður ferðakostnað fyrir þau, 3. Þeir sem eru svo vitlausir að veikjast alvarlega eða slasa sig út á landi fá bara líknandi meðferð, enda tækist ekki að koma því á spítala í tæka tíð því það væri búið að loka flugvellinum. Lausn/ávinningur: Við spörum talsvert þar sem við þurfum ekki að lækna fólkið og það þarf ekki að leggjast inn á spítala, þá höfum við nóg pláss á spítalanum og það sparast allur sá peningur sem færi í læknisaðstoð og umönnun. 4. Það er mikið álag á aðstandendum að fylgja veikum eða slösuðum ástvin á spítala, þeir hafa áhyggjur af hvort hann lifi af, muni ná sér og hvernig framtíðin verði. Lausn/ávinningur: Ef ástvinurinn fær bara að deyja strax þá spörum við aðstandendum allt álagið og þeir geta bara byrjað að syrgja strax. 5. Það væri svo gott fyrir umhverfið og loftlagsmarkmiðin að loka þessum mengandi flugvelli. Lausn/ávinningur: Í stað þess að fljúga þarf fólk nú að keyra á stóru Bensín/Dísil bílunum sínum 400 til 650 km aðra leið og eru svo að menga á götum Reykjavíkur þegar þangað er komið. Einn persónulegur bara fyrir mig, fyrirgefið mér sjálfhverfnina. Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann þegar hann slasaðist þegar hann var unglingur, ef ég hefði mist hann þá ætti ég ekki ömmustelpu né langömmu stráka. Hugsið ykkur hvað ég hefði sparað mikinn pening og væri alveg frjáls alein í heiminum. Já eins og þið sjáið þá er hellings sparnaður í þessu og fórnarkostnaðurinn lítill, hverjum er ekki sama um þetta landsbyggðar pakk hvort eð er. Hvers vegna vill það búa þar sem engin þjónusta er, eltandi rolluskjátur sem menga helling og slasa sig svo bara við það, miklu betra að búa í Reykjavík þar sem öll þjónusta er og hægt að kaupa matinn í Bónus og ef fólk vill endilega fara út á land nú þá er flugvöllur þar líka, HA! nei hann verður farin enda þarf ekki innanlandsflug ef engin býr lengur út á landi. Sniðugt ekki satt. OG við gætum gróðursett tré í Öskjuhlíðinni til minningar um alla þá sem var fórnað fyrir nokkur tré og fyrirhugað byggingarland, enda veitir ekki af að byggja meira ef allir af landsbyggðinni sem þurfa læknismeðferð þurfa að flytja til Reykjavíkur því flugvellinum var lokað.. Höfundur er kaldhæðin flugvallar og mannvinur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun