Reykjavík Húsavíkurflugi haldið áfram í tvo mánuði í viðbót Flugfélagið Ernir mun halda áfram með áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan framtíðarfyrirkomulag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir viðræður Vegagerðarinnar og flugfélagsins. Innlent 2.10.2023 14:01 Gert að sæta „öruggri gæslu“ eftir vopnað rán Karlmaður sem framdi vopnað rán þann 22. ágúst 2021 þarf að sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 2.10.2023 11:42 Dagur hyggst bjóða Kjötborgarbræðrum í kaffi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hyggst bjóða eigendum Kjötborgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjaldskyldu við búð bræðranna að erlendri fyrirmynd. Innlent 2.10.2023 10:02 Viðbragðsaðilar kallaðir út eftir að maður sást ganga í sjóinn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hálfeittleytið í nótt vegna manns sem hafði sést ganga í sjóinn á Eiðisgranda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lið strax kallað út ásamt köfurum eins og gert er í tilvikum sem þessum. Innlent 2.10.2023 07:06 „Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“ Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt. Innlent 1.10.2023 19:16 Ósáttur með verðlagningu og barði leigubílstjóra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem hafði barið leigubílstjóra í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.10.2023 16:48 Vill koma böndum á leigur eftir að hafa komið að stúlku í blóðpolli Sólveig Arnarsdóttir leikkona kallar eftir því að slökkt verði á rafhlaupahjólum sem leigð eru út á kvöldin. Um helgina kom hún að meðvitundarlausri ungri stúlku sem lá í blóðpolli eftir að hafa dottið á rafhlaupahjóli. Innlent 1.10.2023 15:06 Féll af svölum á fjórðu hæð Maðurinn sem féll fram af svölum í Vesturbænum í gær féll af fjórðu hæð. Talið er að um slys hafi verið að ræða en enginn vitni urðu að fallinu, heldur fannst maðurinn liggjandi í grasinu við húsið eftir að hann féll. Innlent 1.10.2023 11:17 „Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“ David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á. Innlent 30.9.2023 23:23 Urmull af íslenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. Lífið 30.9.2023 17:54 Féll fram af svölum í Vesturbæ Maður féll fram af svölum í Vesturbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Hann var fluttur á bráðamóttöku. Innlent 30.9.2023 16:46 Handtekinn á skemmtistað og neitaði að yfirgefa lögreglustöð Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óskuðu eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns sem var til vandræða í nótt. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna og að þeim loknum neitaði hann að yfirgefa lögreglustöðina. Innlent 30.9.2023 07:57 Þurfa ekki að óttast að vera handtekin í skýlinu Nýtt neyðarskýli Rauða krossins fyrir þjónustusvipta hælisleitendur opnaði í dag. Umsjónarmaður fjöldahjálpar segir notendur skýlisins ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að vera handteknir mæti þeir á svæðið. Innlent 29.9.2023 19:15 Ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti Í morgunsárið var tilkynnt um líkfund í Reykjarvíkurhöfn. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 29.9.2023 16:51 Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Innlent 29.9.2023 14:28 Líkfundur við smábátahöfnina Lík ungrar konu fannst í sjónum við smábátahöfnina við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögreglu barst tilkynning um málið á tíunda tímanum. Innlent 29.9.2023 13:16 „Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Innlent 29.9.2023 12:00 Réðust vopnaðir inn í verslun og ógnuðu starfsmönnum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu réðust nokkrir einstaklingar inn í verslun í umdæminu Kópavogur/Breiðholt í gærkvöldi eða nótt og stálu verðmætum. Innlent 29.9.2023 06:40 Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29.9.2023 06:27 Laugin tóm í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. Innlent 28.9.2023 20:26 Drifu sig í vel heppnað leggönguboð Konur fjölmenntu á sérstakt leggönguboð í Ásmundarsal í gær. Tilefnið var undirbúningur og styrktarkvöld fyrir góðgerðargönguna Leggangan sem útivistarhópurinn Snjódrífurnar standa fyrir til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Lífið 28.9.2023 20:01 Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. Innlent 28.9.2023 18:01 Sektunum fjölgar á sunnudaginn Tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2 hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur gjaldskyldutími verið lengdur á bæði virkum dögum og sunnudögum. Innlent 28.9.2023 17:37 „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá“ Alexander Máni Björnsson, tæplega tvítugur karlmaður sem sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps á Bankastræti Club í febrúar í fyrra, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að játa þrjár hnífstungur við þingfestingu málsins. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki að hafa ætlað að ráða þeim bana. Innlent 28.9.2023 16:06 Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. Innlent 28.9.2023 14:59 Þrír í haldi vegna tveggja stunguárása Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ. Innlent 28.9.2023 14:26 Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Innlent 28.9.2023 13:40 Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin. Neytendur 28.9.2023 13:36 Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. Innlent 28.9.2023 10:40 Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn. Innlent 28.9.2023 10:23 « ‹ 75 76 77 78 79 80 81 82 83 … 334 ›
Húsavíkurflugi haldið áfram í tvo mánuði í viðbót Flugfélagið Ernir mun halda áfram með áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan framtíðarfyrirkomulag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir viðræður Vegagerðarinnar og flugfélagsins. Innlent 2.10.2023 14:01
Gert að sæta „öruggri gæslu“ eftir vopnað rán Karlmaður sem framdi vopnað rán þann 22. ágúst 2021 þarf að sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 2.10.2023 11:42
Dagur hyggst bjóða Kjötborgarbræðrum í kaffi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hyggst bjóða eigendum Kjötborgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjaldskyldu við búð bræðranna að erlendri fyrirmynd. Innlent 2.10.2023 10:02
Viðbragðsaðilar kallaðir út eftir að maður sást ganga í sjóinn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hálfeittleytið í nótt vegna manns sem hafði sést ganga í sjóinn á Eiðisgranda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lið strax kallað út ásamt köfurum eins og gert er í tilvikum sem þessum. Innlent 2.10.2023 07:06
„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“ Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt. Innlent 1.10.2023 19:16
Ósáttur með verðlagningu og barði leigubílstjóra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem hafði barið leigubílstjóra í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.10.2023 16:48
Vill koma böndum á leigur eftir að hafa komið að stúlku í blóðpolli Sólveig Arnarsdóttir leikkona kallar eftir því að slökkt verði á rafhlaupahjólum sem leigð eru út á kvöldin. Um helgina kom hún að meðvitundarlausri ungri stúlku sem lá í blóðpolli eftir að hafa dottið á rafhlaupahjóli. Innlent 1.10.2023 15:06
Féll af svölum á fjórðu hæð Maðurinn sem féll fram af svölum í Vesturbænum í gær féll af fjórðu hæð. Talið er að um slys hafi verið að ræða en enginn vitni urðu að fallinu, heldur fannst maðurinn liggjandi í grasinu við húsið eftir að hann féll. Innlent 1.10.2023 11:17
„Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“ David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á. Innlent 30.9.2023 23:23
Urmull af íslenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. Lífið 30.9.2023 17:54
Féll fram af svölum í Vesturbæ Maður féll fram af svölum í Vesturbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Hann var fluttur á bráðamóttöku. Innlent 30.9.2023 16:46
Handtekinn á skemmtistað og neitaði að yfirgefa lögreglustöð Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óskuðu eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns sem var til vandræða í nótt. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna og að þeim loknum neitaði hann að yfirgefa lögreglustöðina. Innlent 30.9.2023 07:57
Þurfa ekki að óttast að vera handtekin í skýlinu Nýtt neyðarskýli Rauða krossins fyrir þjónustusvipta hælisleitendur opnaði í dag. Umsjónarmaður fjöldahjálpar segir notendur skýlisins ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að vera handteknir mæti þeir á svæðið. Innlent 29.9.2023 19:15
Ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti Í morgunsárið var tilkynnt um líkfund í Reykjarvíkurhöfn. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 29.9.2023 16:51
Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Innlent 29.9.2023 14:28
Líkfundur við smábátahöfnina Lík ungrar konu fannst í sjónum við smábátahöfnina við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögreglu barst tilkynning um málið á tíunda tímanum. Innlent 29.9.2023 13:16
„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Innlent 29.9.2023 12:00
Réðust vopnaðir inn í verslun og ógnuðu starfsmönnum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu réðust nokkrir einstaklingar inn í verslun í umdæminu Kópavogur/Breiðholt í gærkvöldi eða nótt og stálu verðmætum. Innlent 29.9.2023 06:40
Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29.9.2023 06:27
Laugin tóm í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. Innlent 28.9.2023 20:26
Drifu sig í vel heppnað leggönguboð Konur fjölmenntu á sérstakt leggönguboð í Ásmundarsal í gær. Tilefnið var undirbúningur og styrktarkvöld fyrir góðgerðargönguna Leggangan sem útivistarhópurinn Snjódrífurnar standa fyrir til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Lífið 28.9.2023 20:01
Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. Innlent 28.9.2023 18:01
Sektunum fjölgar á sunnudaginn Tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2 hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur gjaldskyldutími verið lengdur á bæði virkum dögum og sunnudögum. Innlent 28.9.2023 17:37
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá“ Alexander Máni Björnsson, tæplega tvítugur karlmaður sem sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps á Bankastræti Club í febrúar í fyrra, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að játa þrjár hnífstungur við þingfestingu málsins. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki að hafa ætlað að ráða þeim bana. Innlent 28.9.2023 16:06
Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. Innlent 28.9.2023 14:59
Þrír í haldi vegna tveggja stunguárása Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ. Innlent 28.9.2023 14:26
Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Innlent 28.9.2023 13:40
Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin. Neytendur 28.9.2023 13:36
Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. Innlent 28.9.2023 10:40
Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn. Innlent 28.9.2023 10:23