Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 16:50 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm Candido Alberto Ferral Abreu fyrir tilraun til manndráps. Áður hafði Héraðsdómur dæmt hann í fjögurra ára fangelsi, en Landsréttur þyngir refsinguna í fimm ár. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira