Frá því að bærinn var rýmdur í lok árs 2023 hefur starfsemi bæjarins að stærstum hluta verið í í Tollhúsinu í Reykjavík.
„Bæjarstjórn Grindavíkur hefur ákveðið að bæjarskrifstofur sveitarfélagsins flytji alfarið úr Tollhúsinu heim til Grindavíkur,“ segir í bókun bæjarstjórnar.
„Bæjarstjórn telur þessar breytingar vera gott skref til stuðnings við uppbyggingu í Grindavík. Grindavíkursamfélagið er sterkt og metnaðarfullt um uppbyggingu bæjarfélagsins, við erum meðvituð um stöðuna en hugsum vongóð heim.“