Reykjavík

Fréttamynd

Lög­reglan leitar bif­hjóla­níðings

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar bifhjólaökumanns sem ók á konu á reiðhjóli í Elliðaárdal á fjórða tímanum í gær. Konan var að hjóla á göngustíg norðan Stekkjarbakka beint fyrir neðan Skálará þegar bifhjólamaðurinn ók á hana.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir að slást hvor við annan

Tveir karlmenn voru fyrir landsrétti í dag dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist hvor á annan. Sá fyrri hafði slegið hinn með hafnaboltakylfu í höfuðið. Hinn maðurinn hafði lagt tvisvar til hins fyrra með hníf. Landsréttur féllst ekki á vörn mannanna tveggja að um neyðarvörn hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Björns ætlar að opna veitinga­stað og skemmti­­stað á Hótel Borg

„Ég hef haft mjög gaman af þessu og þetta hefur verið ótrúlega gott tækifæri að geta komið fram í þessu ástandi þar sem það hafa verið fá tækifæri til þess,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson um þær beinu útsendingar sem hann hefur komið að síðastliðið árið á laugardagskvöldum í Sjónvarpi Símans.

Lífið
Fréttamynd

Enginn skilinn eftir

Undanfarið ár hefur Borgarstjórn verið samtaka í því að huga þurfi að áhrifum Covid 19 á geðheilbrigði og vellíðan borgarbúa. Við settum af stað Borgarvaktina þar sem við fylgjumst með stöðu mála, mánuð frá mánuð, og höfum tekið til umfjöllunar inn í Velferðarráði niðurstöður kannana landlæknis og rannsóknar og greininga, á áhrifum á andlega líðan íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Ók á hjólreiðamann og fór af vettvangi

Ökumaður bifhjóls ók í dag á hjólreiðamann á göngustíg í Breiðholti í dag. Ökumaður bifhjólsins fór af vettvangi án þess að kanna ástanda hjólreiðamannsins, en sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyra­vörð

Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af.

Innlent
Fréttamynd

Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll

Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða

Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi.

Innlent
Fréttamynd

Leikskóla á Hagatorg

Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn.

Innlent
Fréttamynd

Þrír börðu aldraðan mann til óbóta með bareflum

Aldraður maður var barinn til óbóta af þremur mönnum sem réðust að honum með bareflum í austurbænum í dag. Mennirnir stálu ýmsum munum af manninum og brutu gleraugu hans. Maðurinn lá í blóði sínu þegar lögregluþjóna bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

„Gæti ekki verið senni­legra að hann hafi bara verið reykinga­maður?“

Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans.

Innlent
Fréttamynd

Misstu stjórn á hjólunum á gölluðu og hálu mal­bikinu

Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur nú birt skýrslu sína um banaslysið sem varð á Vesturlandsvegi í júní síðastliðinn þar sem 54 ára karlmaður og 53 ára kona létust. Þar kemur fram að ökumaður bifhjólsins hafi misst stjórn á hjólinu á hálu vegyfirborðinu svo bifhjólið féll á hliðina og rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir húsbifreið.

Innlent
Fréttamynd

Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar

Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði.

Innlent
Fréttamynd

Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna

Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð.

Innlent
Fréttamynd

Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi

Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur.

Innlent
Fréttamynd

Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir

Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið.

Innlent
Fréttamynd

Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“

Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm.

Innlent