Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 11:30 Adam Karl Helgason er framkvæmdastjóri ZOLO. Aðsend Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ „Já, við erum í hálfgerðum skölunarfasa og erum að færa út kvíarnar, loksins að fara að spila þetta almennilega,“ segir Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO, í samtali við fréttastofu. Adam segir að fjórföldun hjólaflotans geri fyrirtækinu kleift að lækka verðið úr 34 krónum á mínútu í 30 krónur, en startgjaldið verði áfram hundrað krónur. „Þegar við erum komin upp í þessa stærð þá sjáum við möguleikann á því að lækka okkur aðeins, enda viljum við halda verðinu viðráðanlegu.“ Stefnt er að því að langstærstur hluti flotans verði á höfuðborgarsvæðinu, eða um 900 stykki. Þó bætast 50 hjól við á Selfossi, en 50 hjól voru þar fyrir. „Við erum bara að svara þörfinni, miðað við notkunartölur töldum við alveg vera pláss fyrir fleiri hjól og við erum stolt af þessu skrefi,“ segir Adam. Samstarf við Strætó á döfinni Auk fjölgunar í flotanum og lægra verðs boðar ZOLO samstarf við Strætó, rétt eins og helsti keppinauturinn á markaðnum, Hopp, hefur gert. „Við höfum verið að leita hvort til annars,“ segir Adam, spurður hver hafi átt frumkvæðið að fyrirhuguðu samstarfi. „Við erum búin að vera í samtölum og samvinnu með Strætó, og þetta er eitthvað sem við stefnum á að ráðast í með haustinu. Þetta verður þá líklega tilbúið í byrjun 2023, en þá verður hægt að gera þetta allt inni á sama appinu,“ segir Adam. Hugmyndin er þá sú að hægt verði að bóka hjól og fylgjast með strætóferðum inni í sama smáforritinu, auk þess sem hægt verði að fylgjast með staðsetningu strætisvagna og hlaupahjóla í rauntíma, á þar til gerðum skjáum á völdum biðstöðvum Strætó. „Síðan höfum við verið í sambandi við þau, við viljum auðvitað gera appið eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi og Strætó er mjög viljugt til að bæta hlaupahjólunum inn í sinn rekstur og finna einhverja góða lendingu.“ Hoppað út í djúpu laugina Adam segir spennandi tíma fram undan hjá ZOLO, með auknum umsvifum. „Við erum bara svolítið að móta okkur upp á nýtt, komin með mun betri tækni og upplýsingar til að gera þetta enn fullkomnara. Við viljum geta svarað þörfum allra, vita hvar er best að vera á hverjum tíma og hvernig er best að nýta hjólin.“ Að sögn Adams er Hopp, sem er helsti samkeppnisaðilinn, með um þúsund hjól á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir spennandi að ráðast í aukna samkeppni. „Við byrjuðum á sama tíma, það er einhver mánuður á milli fyrirtækjanna árið 2019. Við höfum verið að taka þetta í hægari kantinum, enda bara fjölskyldufyrirtæki,“ segir Adam. Nú sé hins vegar komið að því að stækka við sig. „Það er bara gaman að láta þau svitna aðeins,“ segir Adam að lokum. Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Reykjavík Kópavogur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Já, við erum í hálfgerðum skölunarfasa og erum að færa út kvíarnar, loksins að fara að spila þetta almennilega,“ segir Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO, í samtali við fréttastofu. Adam segir að fjórföldun hjólaflotans geri fyrirtækinu kleift að lækka verðið úr 34 krónum á mínútu í 30 krónur, en startgjaldið verði áfram hundrað krónur. „Þegar við erum komin upp í þessa stærð þá sjáum við möguleikann á því að lækka okkur aðeins, enda viljum við halda verðinu viðráðanlegu.“ Stefnt er að því að langstærstur hluti flotans verði á höfuðborgarsvæðinu, eða um 900 stykki. Þó bætast 50 hjól við á Selfossi, en 50 hjól voru þar fyrir. „Við erum bara að svara þörfinni, miðað við notkunartölur töldum við alveg vera pláss fyrir fleiri hjól og við erum stolt af þessu skrefi,“ segir Adam. Samstarf við Strætó á döfinni Auk fjölgunar í flotanum og lægra verðs boðar ZOLO samstarf við Strætó, rétt eins og helsti keppinauturinn á markaðnum, Hopp, hefur gert. „Við höfum verið að leita hvort til annars,“ segir Adam, spurður hver hafi átt frumkvæðið að fyrirhuguðu samstarfi. „Við erum búin að vera í samtölum og samvinnu með Strætó, og þetta er eitthvað sem við stefnum á að ráðast í með haustinu. Þetta verður þá líklega tilbúið í byrjun 2023, en þá verður hægt að gera þetta allt inni á sama appinu,“ segir Adam. Hugmyndin er þá sú að hægt verði að bóka hjól og fylgjast með strætóferðum inni í sama smáforritinu, auk þess sem hægt verði að fylgjast með staðsetningu strætisvagna og hlaupahjóla í rauntíma, á þar til gerðum skjáum á völdum biðstöðvum Strætó. „Síðan höfum við verið í sambandi við þau, við viljum auðvitað gera appið eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi og Strætó er mjög viljugt til að bæta hlaupahjólunum inn í sinn rekstur og finna einhverja góða lendingu.“ Hoppað út í djúpu laugina Adam segir spennandi tíma fram undan hjá ZOLO, með auknum umsvifum. „Við erum bara svolítið að móta okkur upp á nýtt, komin með mun betri tækni og upplýsingar til að gera þetta enn fullkomnara. Við viljum geta svarað þörfum allra, vita hvar er best að vera á hverjum tíma og hvernig er best að nýta hjólin.“ Að sögn Adams er Hopp, sem er helsti samkeppnisaðilinn, með um þúsund hjól á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir spennandi að ráðast í aukna samkeppni. „Við byrjuðum á sama tíma, það er einhver mánuður á milli fyrirtækjanna árið 2019. Við höfum verið að taka þetta í hægari kantinum, enda bara fjölskyldufyrirtæki,“ segir Adam. Nú sé hins vegar komið að því að stækka við sig. „Það er bara gaman að láta þau svitna aðeins,“ segir Adam að lokum.
Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Reykjavík Kópavogur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira