Reykjavík

Fréttamynd

Stal bangsa í verslun í miðborginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í gærkvöldi sem grunaður er um að hafa stolið litlum bangsa úr verslun í miðborginni. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni kvöldsins er maðurinn sagður hafa afhent bangsann þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ungir menn hand­teknir grunaðir um líkams­á­rás

Þrír ungir menn voru handteknir á miðnætti í gær grunaðir um líkamsárás í Breiðholti. Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi. Brutu þeir þá lögreglusamþykkt og fóru ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur milli rútu og mótor­hjóls

Á­rekstur varð milli rútu og mótor­hjóls á gatna­mótum Kringlu­mýrar­brautar og Lista­brautar fyrir skemmstu. Enginn er al­var­lega slasaður sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta konan til að gegna stöðu skóla­stjóra

Guðrún Inga Sívertsen hefur verið ráðin nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (VÍ) og tekur við af Inga Ólafssyni. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu í rúmlega 110 ára sögu VÍ og jafnframt fyrsti skólastjórinn sem hefur útskrifast úr skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Steypusílóum verður breytt í gróðurhús

Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum.

Innlent
Fréttamynd

Ný ein­hverfu­deild í Reykja­vík

Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika.

Skoðun
Fréttamynd

Vopnaður sverði á Lauga­veginum: „Farðu heim til þín“

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Hagatorg verði almenningsgarður í þágu skóla

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að kallað verði eftir hugmyndum um þróun á hringtorginu risavaxna Hagatorgi í Vesturbæ. Þær hugmyndir eiga að tengjast Hagatorgi sem „almenningsgarðs eða almenningsrýmis.“

Innlent
Fréttamynd

Söguleg tímamót á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík

Söguleg tímamót urðu á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í dag þegar gefin var út sameiginleg yfirlýsing og aðgerðaráætlun í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ára sögu ráðsins. Rússar tóku við forystu í ráðinu til næstu tveggja ára úr höndum Íslendinga á fundinum og segjast vilja standa vörð um frið og sjálfbærni á Norðurskautinu.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn í mið­bænum vegna gruns um kyn­ferðis­brot

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í byrjun þessa mánaðar vegna gruns um kynferðisbrot. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Hvetur við­skipta­vini H&M til að fara með gát

Allir fjórir sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær tengjast tveimur smitum sem komu upp meðal starfsmanna H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Þrír af þessum fjórum voru þegar komnir í sóttkví þegar þeir greindust.

Innlent
Fréttamynd

„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun

Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag Augustin Du­fatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miska­bætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakar­kostnað.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmaður í H&M smitaður

Starfsmaður verslunar H&M við Hafnartorg greindist með Covid-19 á dögunum. Allt starfsfólkið fer í kjölfarið í skimun og verslunin sótthreinsuð. Lokað var í búðinni um tíma í dag.

Innlent
Fréttamynd

Látum draumana rætast - nema drauma fatlaðs fólks

Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana.

Skoðun
Fréttamynd

Stjörnu­torg Kringlunnar mun færa sig um set

Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítill gróðureldur á Laugarnesi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum.

Innlent
Fréttamynd

Gróður­eldar loga í Breið­holti

Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega.

Innlent