Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 25. júlí 2022 23:30 Ásgeir Guðmundsson, stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða og yfirstríðnispúki Innipúkans. Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“ Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“
Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira