„Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 19:39 Lísa Margrét Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem fram fór í dag. Aðsend Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“ Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“
Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent