Veitingamenn segja menningarskipti eiga sér stað í íslensku næturlífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2022 22:00 Veitingamenn segja marga íslenska djammara farna að mæta fyrr í bæinn og fara fyrr heim. Það eigi þó sérstaklega við þá eldri, yngra fólkið vilji vera seinna á ferli. Vísir/Arnar Veitingamenn segja nokkrar breytingar hafa orðið á skemmtanalífi í miðbænum eftir að faraldrinum lauk. Fólk fari nú oft fyrr heim, sé rólegra og djammið dreifist betur yfir vikuna. Dagar þess að skemmtistöðum sé lokað um miðnætti um helgar vegna veirusóttar eru liðin tíð. Djammþyrstir borgarbúar geta því verið að fram eftir morgni en það nýta hins vegar ekki allir. „Fólk er farið að koma oftar á virkum dögum og líka kannski farið að koma fyrr eftir vinnu. Það eru ekki allir að bíða til ellefu eða tólf og fara svo niður í bæ heldur frekar koma, eiga stund niðri í bæ og fara jafnvel fyrr heim,“ segir Dísa Árnadóttir, rekstrarstjóri Röntgen. Haraldur Anton Skúlason, eigandi á Lebowski Bar, tekur undir þetta. Fólk sé farið að vera duglegra að mæta fyrr á kvöldin. „Við höfum alltaf verið með happy hour frá fjögur og alltaf margt fólk að koma í það en mér finnst aðeins búið að aukast að fólk á mínum aldri, 35 ára, fertugt, að það sé að koma fyrr og fara aðeins fyrr heim. Þá tekur djammþyrsti unglingurinn við,“ segir Haraldur. Þannig að þetta er allt annað en fyrir faraldurinn? „Já, ég myndi segja það. Að það væru viss menningarskipti að eiga sér stað í íslensku miðbæjardjammlífi. Það eru líka kannski breyttar áherslur. Fólk er farið að fá sér bara nokkra drykki og fara svo heim. Það er ekki að fara að sprengja sig jafn mikið á þessum suðupunkti á föstudagskvöldi,“ segir Dísa. „Mér finnst ég ekki vera að sjá mikla breytingu, alla vega ekki jafn mikla og ég var að vonast eftir. En þú veist hvernig Íslendingar eru, þeir fara alltaf seint út,“ segir Rúnar Sveinsson, eigandi á Irishman Pub. Hann tekur þó undir að eldra fólkið tygisig fyrr heim og unga fólkið sitji eftir fram eftir nóttu. Klikkun eftir Covid sem hefur jafnast út Að sögn lögreglunnar er skemmtanalífið mun rólegra eftir covid. Fólk er að fara fyrr heim, mun færri gista fangageymslur og það er minna um líkamsárásir. Veitingamenn hafa líka tekið eftir þessum breytingum, þó ákveðin sprengja hafi orðið þegar skemmtistaðir opnuðu fyrst eftir faraldurinn. „Fyrst þegar við opnuðum allt eðlilega aftur þá fundum við alveg fyrir smá sprengju og smá kýrnar á vorin stemning að fólk missti sig í því að það væri komið frelsi aftur og mætti gera það sem það vildi. Svo held ég að þegar sú útrás leið hjá þá fór þetta allt að verða eðlilegt og fólk að einbeita sér að öðru og tempra sig aðeins,“ segir Dísa. „Það var náttúrulega alveg bilun þarna eftir Covid en núna er þetta búið að jafna sig út,“ segir Rúnar. „Þessi eldri kynslóð er að fara fyrr heim en eftir að Covid kláraðist þá voru krakkarnir sem voru um tvítugt þegar Covid var að byrja svolítið þyrst,“ segir Haraldur. „Það kom rosa sprengja eftir að Covid kláraðist og þá var eins og beljur á vorin. Svo er þetta komið í sama gamla farið. Allir stilltir, prúðir og vilja dansa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. 12. júní 2022 07:00 Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr. 15. apríl 2022 13:27 Brjálaðri afléttinganótt en í fyrra Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins. 26. febrúar 2022 15:19 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Dagar þess að skemmtistöðum sé lokað um miðnætti um helgar vegna veirusóttar eru liðin tíð. Djammþyrstir borgarbúar geta því verið að fram eftir morgni en það nýta hins vegar ekki allir. „Fólk er farið að koma oftar á virkum dögum og líka kannski farið að koma fyrr eftir vinnu. Það eru ekki allir að bíða til ellefu eða tólf og fara svo niður í bæ heldur frekar koma, eiga stund niðri í bæ og fara jafnvel fyrr heim,“ segir Dísa Árnadóttir, rekstrarstjóri Röntgen. Haraldur Anton Skúlason, eigandi á Lebowski Bar, tekur undir þetta. Fólk sé farið að vera duglegra að mæta fyrr á kvöldin. „Við höfum alltaf verið með happy hour frá fjögur og alltaf margt fólk að koma í það en mér finnst aðeins búið að aukast að fólk á mínum aldri, 35 ára, fertugt, að það sé að koma fyrr og fara aðeins fyrr heim. Þá tekur djammþyrsti unglingurinn við,“ segir Haraldur. Þannig að þetta er allt annað en fyrir faraldurinn? „Já, ég myndi segja það. Að það væru viss menningarskipti að eiga sér stað í íslensku miðbæjardjammlífi. Það eru líka kannski breyttar áherslur. Fólk er farið að fá sér bara nokkra drykki og fara svo heim. Það er ekki að fara að sprengja sig jafn mikið á þessum suðupunkti á föstudagskvöldi,“ segir Dísa. „Mér finnst ég ekki vera að sjá mikla breytingu, alla vega ekki jafn mikla og ég var að vonast eftir. En þú veist hvernig Íslendingar eru, þeir fara alltaf seint út,“ segir Rúnar Sveinsson, eigandi á Irishman Pub. Hann tekur þó undir að eldra fólkið tygisig fyrr heim og unga fólkið sitji eftir fram eftir nóttu. Klikkun eftir Covid sem hefur jafnast út Að sögn lögreglunnar er skemmtanalífið mun rólegra eftir covid. Fólk er að fara fyrr heim, mun færri gista fangageymslur og það er minna um líkamsárásir. Veitingamenn hafa líka tekið eftir þessum breytingum, þó ákveðin sprengja hafi orðið þegar skemmtistaðir opnuðu fyrst eftir faraldurinn. „Fyrst þegar við opnuðum allt eðlilega aftur þá fundum við alveg fyrir smá sprengju og smá kýrnar á vorin stemning að fólk missti sig í því að það væri komið frelsi aftur og mætti gera það sem það vildi. Svo held ég að þegar sú útrás leið hjá þá fór þetta allt að verða eðlilegt og fólk að einbeita sér að öðru og tempra sig aðeins,“ segir Dísa. „Það var náttúrulega alveg bilun þarna eftir Covid en núna er þetta búið að jafna sig út,“ segir Rúnar. „Þessi eldri kynslóð er að fara fyrr heim en eftir að Covid kláraðist þá voru krakkarnir sem voru um tvítugt þegar Covid var að byrja svolítið þyrst,“ segir Haraldur. „Það kom rosa sprengja eftir að Covid kláraðist og þá var eins og beljur á vorin. Svo er þetta komið í sama gamla farið. Allir stilltir, prúðir og vilja dansa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. 12. júní 2022 07:00 Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr. 15. apríl 2022 13:27 Brjálaðri afléttinganótt en í fyrra Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins. 26. febrúar 2022 15:19 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. 12. júní 2022 07:00
Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr. 15. apríl 2022 13:27
Brjálaðri afléttinganótt en í fyrra Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins. 26. febrúar 2022 15:19