Reykjavík

Fréttamynd

Kveikjum á­hugann – Kveikjum neistann

Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur margsinnis lagt til við meirihlutann í Reykjavík og skólayfirvöld að taka inn þróunarverkefnið Kveikjum neistann þó ekki væri nema í tilraunaskyni en tillögum í þá átt hafa ávallt verið vísað á bug.

Skoðun
Fréttamynd

Nýir eig­endur taka við Melabúðinni

Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vegabræði í Breið­holti endaði með á­rás

Upp úr sauð í umferðinni á Stekkjarbakka í Breiðholti um hádegisleytið í gær. Annar maðurinn mundaði óþekkt barefli og sló öryggisvörð með því þegar þeir mættust á umferðareyju á Stekkjarbakka. Hann særðist þó ekki alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu fram­bæri­legir til vinnu

Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum.

Innlent
Fréttamynd

Nekt bönnuð í sánunni og sund­laugar­gestir ó­sáttir

Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. 

Innlent
Fréttamynd

Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða

Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur.

Innlent
Fréttamynd

Al­elda bif­reið við Rauða­vatn

Bíll valt við Rauðavatn í gær. Eftir að ökumanni var bjargað úr bílnum kviknaði í honum. Fjallað er um málið í dagbók lögreglu og færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi veg­far­enda

Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar.

Innlent
Fréttamynd

Hillir loks undir fram­kvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf

Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín.

Innlent
Fréttamynd

Maður hand­tekinn tvisvar í nótt fyrir sama brot

Ökumaður bifreiðar var handtekinn í nótt grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en hann reyndist sviptur ökuréttindum. Hann var færður til sýnatöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og var laus úr haldi að því loknu. 

Innlent
Fréttamynd

Dæmdar tæp­lega fimm­tíu milljónir fjór­tán árum eftir hand­tökuna

Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni.

Innlent
Fréttamynd

Alls­gáður en ók niður ljósa­staur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Gámur fluttur án leyfis eig­anda og öllu stolið úr honum

Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. 

Innlent
Fréttamynd

Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóró­veiru síðasta sumar

Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar.  Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. 

Innlent