Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. október 2025 17:08 Framhjólið er beyglað eftir að bíllinn keyrði yfir það. Aðsend Ökumaður keyrði á ellefu ára dreng á hjóli og ók svo í burtu án þess að stöðva. Faðir drengsins segir hann í andlegu áfalli og leitar vitna að atvikinu. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. „Ég var í vinnunni og sonur minn hringir í mig hágrátandi. Hann hafði komið sér heim á löskuðu hjóli,“ segir Björgvin Halldór Björnsson, faðir drengsins. Hann auglýsti eftir vitnum að atvikinu á Facebook-síðu Laugarneshverfisins. „Hann lýsir þessu þannig að hann hafi komið hjólandi að gangbrautinni og hægt á sér og bíllinn hægði á sér líka. Svo fór hann rólega yfir og bíllinn hafi farið líka af stað og keyrt á hjólið svo hann dettur af því.“ Ökumaðurinn keyrði bílinn yfir framdekk hjólsins og þurfti sonur Björgvins að kippa að sér fótunum svo að þeir yrðu ekki einnig undir dekkjum bílsins. „Svo er bíllinn bara farinn og hann liggur þarna eftir í áfalli,“ segir Björgvin. „Hann er hruflaður á hnénu eftir fallið en þetta var virkilegt áfall. Hann er miður sín að bíllinn myndi keyra í burtu og yfir hjólið hans.“ Drengurinn þurfti að kippa að sér fótunum til að þeir yrðu ekki undir bílnum.Aðsend Eitt vitni varð að atburðinum, kona sem gaf sig á tal við drenginn. Þeirra leiðir skyldu en í færslu á Facebook-síðu Laugarneshverfis auglýsir Björgvin eftir vitni. „[Drengurinn] telur að ökumaðurinn hafi ekki getað dulist að hann hafi keyrt á hann,“ skrifar Björgvin sem hefur haft samband við lögreglu vegna málsins. „Fólk verður að passa sig í umferðinni og það er ólíðandi að fólk sé að yfirgefa vettvang án þess að ganga úr skugga um að það sé allt í lagi með drenginn,“ segir hann. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. „Ég var í vinnunni og sonur minn hringir í mig hágrátandi. Hann hafði komið sér heim á löskuðu hjóli,“ segir Björgvin Halldór Björnsson, faðir drengsins. Hann auglýsti eftir vitnum að atvikinu á Facebook-síðu Laugarneshverfisins. „Hann lýsir þessu þannig að hann hafi komið hjólandi að gangbrautinni og hægt á sér og bíllinn hægði á sér líka. Svo fór hann rólega yfir og bíllinn hafi farið líka af stað og keyrt á hjólið svo hann dettur af því.“ Ökumaðurinn keyrði bílinn yfir framdekk hjólsins og þurfti sonur Björgvins að kippa að sér fótunum svo að þeir yrðu ekki einnig undir dekkjum bílsins. „Svo er bíllinn bara farinn og hann liggur þarna eftir í áfalli,“ segir Björgvin. „Hann er hruflaður á hnénu eftir fallið en þetta var virkilegt áfall. Hann er miður sín að bíllinn myndi keyra í burtu og yfir hjólið hans.“ Drengurinn þurfti að kippa að sér fótunum til að þeir yrðu ekki undir bílnum.Aðsend Eitt vitni varð að atburðinum, kona sem gaf sig á tal við drenginn. Þeirra leiðir skyldu en í færslu á Facebook-síðu Laugarneshverfis auglýsir Björgvin eftir vitni. „[Drengurinn] telur að ökumaðurinn hafi ekki getað dulist að hann hafi keyrt á hann,“ skrifar Björgvin sem hefur haft samband við lögreglu vegna málsins. „Fólk verður að passa sig í umferðinni og það er ólíðandi að fólk sé að yfirgefa vettvang án þess að ganga úr skugga um að það sé allt í lagi með drenginn,“ segir hann.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira