Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. október 2025 17:08 Framhjólið er beyglað eftir að bíllinn keyrði yfir það. Aðsend Ökumaður keyrði á ellefu ára dreng á hjóli og ók svo í burtu án þess að stöðva. Faðir drengsins segir hann í andlegu áfalli og leitar vitna að atvikinu. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. „Ég var í vinnunni og sonur minn hringir í mig hágrátandi. Hann hafði komið sér heim á löskuðu hjóli,“ segir Björgvin Halldór Björnsson, faðir drengsins. Hann auglýsti eftir vitnum að atvikinu á Facebook-síðu Laugarneshverfisins. „Hann lýsir þessu þannig að hann hafi komið hjólandi að gangbrautinni og hægt á sér og bíllinn hægði á sér líka. Svo fór hann rólega yfir og bíllinn hafi farið líka af stað og keyrt á hjólið svo hann dettur af því.“ Ökumaðurinn keyrði bílinn yfir framdekk hjólsins og þurfti sonur Björgvins að kippa að sér fótunum svo að þeir yrðu ekki einnig undir dekkjum bílsins. „Svo er bíllinn bara farinn og hann liggur þarna eftir í áfalli,“ segir Björgvin. „Hann er hruflaður á hnénu eftir fallið en þetta var virkilegt áfall. Hann er miður sín að bíllinn myndi keyra í burtu og yfir hjólið hans.“ Drengurinn þurfti að kippa að sér fótunum til að þeir yrðu ekki undir bílnum.Aðsend Eitt vitni varð að atburðinum, kona sem gaf sig á tal við drenginn. Þeirra leiðir skyldu en í færslu á Facebook-síðu Laugarneshverfis auglýsir Björgvin eftir vitni. „[Drengurinn] telur að ökumaðurinn hafi ekki getað dulist að hann hafi keyrt á hann,“ skrifar Björgvin sem hefur haft samband við lögreglu vegna málsins. „Fólk verður að passa sig í umferðinni og það er ólíðandi að fólk sé að yfirgefa vettvang án þess að ganga úr skugga um að það sé allt í lagi með drenginn,“ segir hann. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. „Ég var í vinnunni og sonur minn hringir í mig hágrátandi. Hann hafði komið sér heim á löskuðu hjóli,“ segir Björgvin Halldór Björnsson, faðir drengsins. Hann auglýsti eftir vitnum að atvikinu á Facebook-síðu Laugarneshverfisins. „Hann lýsir þessu þannig að hann hafi komið hjólandi að gangbrautinni og hægt á sér og bíllinn hægði á sér líka. Svo fór hann rólega yfir og bíllinn hafi farið líka af stað og keyrt á hjólið svo hann dettur af því.“ Ökumaðurinn keyrði bílinn yfir framdekk hjólsins og þurfti sonur Björgvins að kippa að sér fótunum svo að þeir yrðu ekki einnig undir dekkjum bílsins. „Svo er bíllinn bara farinn og hann liggur þarna eftir í áfalli,“ segir Björgvin. „Hann er hruflaður á hnénu eftir fallið en þetta var virkilegt áfall. Hann er miður sín að bíllinn myndi keyra í burtu og yfir hjólið hans.“ Drengurinn þurfti að kippa að sér fótunum til að þeir yrðu ekki undir bílnum.Aðsend Eitt vitni varð að atburðinum, kona sem gaf sig á tal við drenginn. Þeirra leiðir skyldu en í færslu á Facebook-síðu Laugarneshverfis auglýsir Björgvin eftir vitni. „[Drengurinn] telur að ökumaðurinn hafi ekki getað dulist að hann hafi keyrt á hann,“ skrifar Björgvin sem hefur haft samband við lögreglu vegna málsins. „Fólk verður að passa sig í umferðinni og það er ólíðandi að fólk sé að yfirgefa vettvang án þess að ganga úr skugga um að það sé allt í lagi með drenginn,“ segir hann.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira