Reykjavík

Fréttamynd

Lúxussnekkjan kveður Ísland

Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar.

Innlent
Fréttamynd

Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði

Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Hundi rænt fyrir utan verslun í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Ung kona var handtekin í nótt grunuð um að hafa rænt hundi, hvers eigandi hafði bundið hann fyrir utan búð í Breiðholti sem hann var að versla í. Konan var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli

Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði

Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Dansað á Miklatúni í tilefni dagsins

Forsætisráðherra flutti hátíðlegt ávarp á Austurvelli í dag þegar þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað. Fjórtán voru sæmdir fálkaorðunni en hátíðarhöld voru hófleg vegna samkomutakmarkanna.

Innlent
Fréttamynd

Ólöf Nordal útnefnd borgarlistamaður

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag 17. júní, Ólöfu Nordal myndlistarkonu, Borgarlistamann Reykjavíkur 2021 við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Menning
Fréttamynd

Lágstemmd hátíðarhöld á morgun

Hátíðarhöld verða lágstemmd í miðborginni á þjóðhátíðardegi Íslendinga á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til að forðast hópamyndanir. 

Innlent
Fréttamynd

Dóms­mála­ráð­herra stendur vörð um djammið

Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

Bókaþyrstir skáluðu í opnunarteiti Sölku

Salka hefur opnað nýja bókabúð á Hverfisgötu. Í henni má finna bækur íslenskra útgefenda og einnig úrval erlendra bóka. Eigendur Sölku eru Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær eru alvanar bóksölu og kynntust meira að segja í bókabúð.

Lífið