Opinberar stofnanir þurfi að hætta að fela og hlífa starfsfólki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2022 12:16 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Stjórnsýslufræðingur segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál skilaboð til stjórnvalda um að hætta að fela starfsfólk. Stofnanir hafi á undanförnum árum orðið andlitslausar, sem sé þróun sem þurfi að stöðva. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“ Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“
Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06
Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39