Reykjavík

Fréttamynd

Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna.

Menning
Fréttamynd

Brotist inn hjá Simma Vill

Brotist var inn í veitingastaðinn Barion Bryggjan í nótt en hann rekur Sigmar Vilhjálmsson, sem kallast jafnan Simmi Vill. Innbrotsþjófurinn komst í sjóðsvélar en engar skemmdir urðu á veitingastaðnum.

Innlent
Fréttamynd

113 stúdenta­í­búðir verða út­búnar á Hótel Sögu

Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótels Sögu í sinn hlut og verða 113 stúdentaíbúðir útbúnar þar. Þá hefur FS óskað eftir að fá að stunda veitingarekstur á fyrstu hæð hótelsins þar sem hefur verið rekið veitingahús.

Innlent
Fréttamynd

Spice fer að narta í hælana á kanna­bisi hjá Foreldrahúsi

Aukning hefur orðið á neyslu ung­linga á eitur­lyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunn­skólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nem­enda sinna en erfitt er að ná utan um um­fang vanda­málsins því krakkarnir eiga auð­velt með að fela hana.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum“

Joe & The Juice vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar á bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík. Verður þetta tíunda útibú Joe and the Juice á Íslandi en keðjan hefur opnað þrjá aðra staði síðasta árið; við Miklubraut, Reykjavíkurveg og í nýja miðbænum á Selfossi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á ekki von á eins langri röð í sýnatöku í dag

Um þrjú þúsund einstaklingar voru skráðir í PCR-sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun og um þúsund í hraðpróf. Langar raðir mynduðust í sýnatöku yfir hátíðisdagana en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á ekki von á eins mikilli bið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ungur öku­maður með tvo far­þega á þakinu

Líkt og greint var frá í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekkert fréttnæmt inn á sitt borð á jólanótt, að mati þess sem skrifaði dagbók lögreglunnar til fjölmiðla í gærmorgun. Lögregla fékk nokkur verkefni í nótt, en þó ekki mörg.

Innlent
Fréttamynd

Fær að fara aftur heim

Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf.

Innlent
Fréttamynd

Ham­borgar­hryggur og lamba­læri hjá Sam­hjálp

Samhjálp fær undanþágu frá núverandi samkomutakmörkunum svo að fleiri fái að sitja í einu við jólaborðið um helgina. Verkefnastjóri Samhjálpar telur að fleiri leiti nú á Kaffistofu Samhjálpar en síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

„Ætli það séu ekki ein­hver þrjá­tíu her­bergi eftir“

Staðan í far­sóttar­húsum landsins er orðin veru­lega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í far­sóttar­húsum en tæp­lega sex þúsund manns verða í ein­angrun yfir há­tíðarnar fjarri fjöl­skyldu og vinum. Met­fjöldi greindist smitaður af kórónu­veirunni innan­lands í gær og for­stöðu­maður far­sóttar­húsanna segir að nú þurfi að velja og hafna.

Innlent
Fréttamynd

„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“

Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólinn og FS kaupa Bænda­höllina fyrir 4,9 milljarða

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Egill Skúli Ingi­bergs­son er fallinn frá

Egill Skúli Ingibergsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og rafmagnsverkfræðingur, er látinn, 95 ára að aldri. Hann var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1978 eftir að vinstriflokkar mynduðu meirihluta í borginni og gegndi hann stöðunni til 1982.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist hafa ekið sofandi á ljósastaur á 85 km/klst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys í póstnúmerinu 113 rétt eftir klukkan 4 í nótt, þar sem bifreið var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn, sagðist hafa verið á 85 km/klst en jafnframt að orsök slyssins væru þau að hann hefði sofnað við aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Finnur ekki eigin­konuna og krefst skilnaðar

Íslenskur karlmaður segist ekki hafa hitt eiginkonu sína í sextán ár og krefst því skilnaðar. Stefnan var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu enda hefur manninum ekki tekist að hafa uppi á eiginkonunni til að birta henni stefnuna með hefðbundnum hætti.

Innlent