Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 10:45 Atvikið átti sér stað á ónefndum veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík í janúar 2020. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Sjá meira
Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Sjá meira