Þjóðskjalasafn vanti fjármagn eigi það að taka við starfsemi Borgarskjalasafns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2023 13:00 Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður. Vísir/Egill Borgarstjórn mun í dag ákveða hvort Borgarskjalasafn verði lagt niður. Til umræðu hefur komið að sameina safnið Þjóðskjalasafni og hefur þjóðskjalavörður óskað eftir fundi hjá ráðuneytinu vegna umfangsins. Við blasi að talsvert meira fjármagn þurfi til Þjóðskjalasafns eigi það að taka við verkefninu. Borgarstjórn mun ræða tillögu um að leggja niður Borgarskjalasafn á fundi sínum í dag og greidd verða atkvæði um tillöguna. Tillagan hefur verið umdeild og kemur hún nú til kasta borgarstjórnar þar sem tillagan fékk mótatkvæði í Borgarráði, sem tók hana fyrir á föstudag. Sagnfræðifélag Íslands hefur mótmælt fyrirhugaðri lokun safnsins harðlega, minnihlutinn í borgarstjórn sömuleiðis og Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, skrifaði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að óvenjulega hafi verið staðið að tillögunni um að leggja safnið niður. Til að mynda hafi ríkt leynd um tillöguna, hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins látnir vita. Þá hafi verið byrjað á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „Svona beiðni fer til ráðuneytisins og ég hef óskað eftir fundi í ráðuneytinu sem ég mun fá í næstu viku þar sem er skoðað út á hvað beiðnin frá Reykjavíkurborg gangi og hvaða afleiðingar hún hafi fyrir okkar starfsemi,“ segir Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður. Verði tekin ákvörðun um að leggja Borgarskjalasafn niður komi það í hlut Þjóðskjalasafns að taka við safnmunum og sinna þeim. „Nú þegar eru átján sveitarfélög sem skila til Þjóðskjalasafns,“ segir Hrefna en á fimmta tug héraðsskjalasafna starfa í dag. Verði Borgarskjalasafni lokað vanti Þjóðskjalasafn talsvert meira fjármagn og enn brýnna verði að fá betra og stærra húsnæði, sem þegar er orðið of lítið. „Já, Það held ég að blasi við,“ segir Hrefna og bætir við: „Hvort sem af þessu verður eða ekki þá er verið að skoða okkar húsnæðismál og það er nauðsynlegt að það verði tekið á þeim málum.“ Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. 6. mars 2023 19:01 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Borgarstjórn mun ræða tillögu um að leggja niður Borgarskjalasafn á fundi sínum í dag og greidd verða atkvæði um tillöguna. Tillagan hefur verið umdeild og kemur hún nú til kasta borgarstjórnar þar sem tillagan fékk mótatkvæði í Borgarráði, sem tók hana fyrir á föstudag. Sagnfræðifélag Íslands hefur mótmælt fyrirhugaðri lokun safnsins harðlega, minnihlutinn í borgarstjórn sömuleiðis og Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, skrifaði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að óvenjulega hafi verið staðið að tillögunni um að leggja safnið niður. Til að mynda hafi ríkt leynd um tillöguna, hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins látnir vita. Þá hafi verið byrjað á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „Svona beiðni fer til ráðuneytisins og ég hef óskað eftir fundi í ráðuneytinu sem ég mun fá í næstu viku þar sem er skoðað út á hvað beiðnin frá Reykjavíkurborg gangi og hvaða afleiðingar hún hafi fyrir okkar starfsemi,“ segir Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður. Verði tekin ákvörðun um að leggja Borgarskjalasafn niður komi það í hlut Þjóðskjalasafns að taka við safnmunum og sinna þeim. „Nú þegar eru átján sveitarfélög sem skila til Þjóðskjalasafns,“ segir Hrefna en á fimmta tug héraðsskjalasafna starfa í dag. Verði Borgarskjalasafni lokað vanti Þjóðskjalasafn talsvert meira fjármagn og enn brýnna verði að fá betra og stærra húsnæði, sem þegar er orðið of lítið. „Já, Það held ég að blasi við,“ segir Hrefna og bætir við: „Hvort sem af þessu verður eða ekki þá er verið að skoða okkar húsnæðismál og það er nauðsynlegt að það verði tekið á þeim málum.“
Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. 6. mars 2023 19:01 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31
Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. 6. mars 2023 19:01
Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14