Mygludraugabanar geti fundið myglu þar sem þeir vilja Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2023 14:13 Hilmar Þór Björnsson arkitekt vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Vísir/Egill/Aðsend Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið. Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59. Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Í lok febrúar greindist mygla á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Unnið er að leiðum til að bregðast við henni og gætu framkvæmdir hafist í vor. Hagsmunaaðilar geri meira úr hlutunum Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson birti fyrir helgi færslu á Facebook-síðu sinni um mygluna í skólanum. Hann segir menn vera að gera sér það að starfi og tekjulind að leita að myglu í húsum. „Það er einhvern veginn þannig að menn finna yfirleitt það sem þeir leita að og nú sjá menn viðskiptatækifæri i að leita að sjúkdómum og finna þá og bjóða siðan þjónustu sína og sérþekkingu til að lækna þá,“ segir Hilmar. Hann segir það vera vandamál og grunar að hagsmunaaðilar séu að gera meira úr myglunni en tilefni er til. „Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar. Myglusérfræðingur ósammála Verkfræðistofan EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. Á nokkrum árum hafa sérfræðingar EFLU skoðað yfir sjö þúsund byggingar á Íslandi. Finnist mygla er það svo undir verktökum komið að vinna í því að fjarlægja hana en EFLA hefur veitt ráðgjöf um hvernig best sé að fara að því. Myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson er einn þeirra sem byggði upp þessa ráðgjöf hjá EFLU. Hann segist ekki sammála því að EFLA eigi ekki að sjá um bæði að greina myglu og veita ráðgjöf við að útrýma henni. „Það er mjög flókið að rannsaka og finna myglu. Þetta eru mjög mörg smáatriði sem þarf að horfa á, hlusta á fólkið, opna byggingarhluta og leita og leita. Það er nauðsynlegt að vinna strax með sérhæfðum iðnaðarmönnum sem kunna handbragðið. Það voru alltaf veikindi sem kölluðu á úttektir og úttektarmennirnir entust mjög stutt þó við kæmum í geimbúningum í húsakynni sem veiktu börn fyrir lífstíð,“ segir Ríkharður í ummælum undir færslu Hilmars. Mygludraugabanar finni það sem þeir vilja Ríkharður bendir á að starfsmönnum EFLU hafi ekki verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar barna heimtuðu það. Þá spyr hann Hilmar og aðra arkitekta hvers vegna íslensk hús mygli. Hilmar segist vita um fjölmargar ástæður fyrir því. „Ég og Finnur Björgvinsson höfum teiknað nokkuð á fimmta hundrað þúsund fermetra bygginga af öllu tagi og vitum ekki af neinum mygluvandamálum þar. Hins vegar er ég þess fullviss að ef þær yrðu skoðaðar af einhverjum „myglu ghost busters“ þá mundu þeir finna myglu i mörgum þeirra. Sérstaklega ef von væri um verkefni í framhaldinu af myglufundinum,“ segir Hilmar. Fréttin var uppfærð klukkan 16:59.
Mygla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira