Sakar borgarskjalavörð um að hafa ítrekað farið með fleipur Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 15:00 Einar Þorsteinsson segist hafa séð borgarskjalavörð hafa farið ítrekað með fleipur. Formaður borgarráðs sakar borgarskjalavörð um að hafa farið ítrekað með fleipur í fjölmiðlum. Hann segir borgarfulltrúa Flokks fólksins og fleiri hafa étið umrædd ummæli „hrátt“ upp. Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“ Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira