Vogar

Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020.

Örmagna göngumanni bjargað við Keili
Björgunarsveitarfólk kom göngumanni til bjargar norðvestur af Keili eftir hádegið í dag eftir neyðarkall hans vegna þreytu. Viðkomandi hringdi í Neyðarlínuna klukkan 13 og var hann kominn upp í björgunarsveitarbíl þremur og hálfri klukkustund síðar.

Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju
Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag.

Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar
Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist.

Freyja kom Masillik á flot
Grænlenska fiskiskipið Masillik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í gærkvöldi er rétt ókomið til hafnar í Hafnarfirði. Áhöfnin á nýja varðskipinu Freyju kom dráttartaug yfir í skipið og var það dregið á flot í morgun þegar fór að flæða að.

Enginn leki reyndist kominn að Masilik
Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju.

Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi
Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður.

Vilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á Suðurnesjum
Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera saming við Krabbameinsfélag Íslands um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta.

Bein útsending: Stefna á mikla uppbyggingu á Suðurnesjum
Framkvæmdaþing Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, er haldið í dag. Þar á að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári á vegum sveitarfélaga svæðisins, Isavia og Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Telur að skotið hafi verið á dráttarvél: „Hefndargjörningur vegna ágreinings“
Virgill Scheving Einarsson á þrjár jarðir á Vatnleysuströnd og býr á Efri-Brunnastöðum I. Hann vaknaði við mikinn hávaða í nótt og sá í kjölfarið bíl keyra af lóðinni. Dráttarvél Virgils hafði verið skemmd og telur hann að skotið hafi verið á dráttarvélina.

Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina
Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja.

Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið
Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins.

Nýjustu vendingar í máli Suðurnesjalínu gífurleg vonbrigði fyrir Voga
Forstjóri Landsnets er ánægður með að ákvörðun sveitarstjórnar Voga um að hafna framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 hafi verið felld úr gildi. Bæjarstjórinn segir óljóst hvort Vogar verði nú að veita leyfi fyrir loftlínu í stað jarðstrengs.

Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa.

„Það er ekkert landris“
Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Sá stærsti reið yfir á áttunda tímanum í morgun, af stærðinni 3,3.

Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði
Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi.

Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili
Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar.

Hermann hættur hjá Þrótti: „Verðum honum ævinlega þakklát“
Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari Þróttar Vogum eftir eins og hálfs árs starf þar.

Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi
Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu.

Jörð nötrar á suðvesturhorninu
Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans.

Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri
Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju.

Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum
Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag.

Þróttur Vogum tryggði sér sæti í Lengjudeildinni án þess að spila
Þróttur Vogum mun leika í Lengjudeild karla á næsta tímabili, en þetta varð ljóst þegar að Magni hafði betur gegn Völsungi í dag, 2-1.

Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum
Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla.

Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu
Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins.

Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum
Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð.

Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut
Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut.

Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga
Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir.

Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi
Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu.

Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd
Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd.