Stjórn Maduro situr sem fastast Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. janúar 2026 19:15 Delcy Rodríguez starfandi forseti Venesúela er til vinstri og Vladimir Padrino varaforseti til hægri, íklæddur herbúningi. AP Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. Fyrr í kvöld greindi Vladimir Padrino varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Maduro frá því að venesúelski herinn styddi Delcy Rodríguez varaforseta og viðurkenndi hana sem starfandi leiðtoga landsins. Þetta gerði Vladimir í sérstöku ávarpi þess efnis í ríkissjónvarpi Venesúela. Margt á huldu um samskipti leiðtoganna Hann sagði herinn hafna algjörlega „mannráni“ Bandaríkjanna á leiðtoga landsins og sagði það vott um heigulshátt. Einnig sagði hann stóran hluta varðliði Maduro hafa verið drepið „í köldu blóði“ af Bandaríkjaher og að það hafi samanstaðið bæði af hermönnum og óbreyttum borgurum. New York Times greindi frá því fyrr í dag að íbúðablokk hefði orðið fyrir flugskeyti og að á fimmta tug hefðu særst eða látist, en ekki er vitað hvort það hafi verið skotmark loftárásarinnar eða þá hvort það hafi haft eitthvað hernaðarlegt mikilvægi. Sjá einnig: Segjast bæði hafa tekið við völdum Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar Trump um að hann fari nú með völdin í Venesúela er ekki ljóst hvernig samskiptum Delcy Rodríguez starfandi forseta við Bandaríkjastjórn hefur verið háttað, eða þá hvort þau hafi einhver verið yfirhöfuð. Í ljósi þessa er sömuleiðis óljóst hvaða breytingar árásir Bandaríkjanna muni hafa á stjórnarfar Venesúela, ef einhverjar. Nánustu bandamenn Maduro teknir við Delcy Rodríguez var fyrir árásina nánasti samstarfsmaður Nicolás Maduro forseta, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra. Lykilbandamenn Maduro í varnarmálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og fleirum eru sitja sömuleiðis enn sem fastast. Bandaríkjaher hefur enga viðveru í landinu heldur. Sé miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja er áhrifamáttur Trump og ráðherra hans í stjórnarmálum Venesúela helst sálfræðilegur. Enda hafa allir háttsettir inann venesúelska hersins og stjórnkerfisins séð myndir af fyrrum leiðtoga sínum um borð bundnum í bandarískri herþotu. Maduro var valdamesta tannhjólið í harðstjórn Venesúela en þeir eru nógir sem fýsir að taka við keflinu og hvort ótti þeirra við að mæta sömu örlögum og forveri þeirra dugi á eftir að koma í ljós. Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Fyrr í kvöld greindi Vladimir Padrino varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Maduro frá því að venesúelski herinn styddi Delcy Rodríguez varaforseta og viðurkenndi hana sem starfandi leiðtoga landsins. Þetta gerði Vladimir í sérstöku ávarpi þess efnis í ríkissjónvarpi Venesúela. Margt á huldu um samskipti leiðtoganna Hann sagði herinn hafna algjörlega „mannráni“ Bandaríkjanna á leiðtoga landsins og sagði það vott um heigulshátt. Einnig sagði hann stóran hluta varðliði Maduro hafa verið drepið „í köldu blóði“ af Bandaríkjaher og að það hafi samanstaðið bæði af hermönnum og óbreyttum borgurum. New York Times greindi frá því fyrr í dag að íbúðablokk hefði orðið fyrir flugskeyti og að á fimmta tug hefðu særst eða látist, en ekki er vitað hvort það hafi verið skotmark loftárásarinnar eða þá hvort það hafi haft eitthvað hernaðarlegt mikilvægi. Sjá einnig: Segjast bæði hafa tekið við völdum Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar Trump um að hann fari nú með völdin í Venesúela er ekki ljóst hvernig samskiptum Delcy Rodríguez starfandi forseta við Bandaríkjastjórn hefur verið háttað, eða þá hvort þau hafi einhver verið yfirhöfuð. Í ljósi þessa er sömuleiðis óljóst hvaða breytingar árásir Bandaríkjanna muni hafa á stjórnarfar Venesúela, ef einhverjar. Nánustu bandamenn Maduro teknir við Delcy Rodríguez var fyrir árásina nánasti samstarfsmaður Nicolás Maduro forseta, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra. Lykilbandamenn Maduro í varnarmálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og fleirum eru sitja sömuleiðis enn sem fastast. Bandaríkjaher hefur enga viðveru í landinu heldur. Sé miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja er áhrifamáttur Trump og ráðherra hans í stjórnarmálum Venesúela helst sálfræðilegur. Enda hafa allir háttsettir inann venesúelska hersins og stjórnkerfisins séð myndir af fyrrum leiðtoga sínum um borð bundnum í bandarískri herþotu. Maduro var valdamesta tannhjólið í harðstjórn Venesúela en þeir eru nógir sem fýsir að taka við keflinu og hvort ótti þeirra við að mæta sömu örlögum og forveri þeirra dugi á eftir að koma í ljós.
Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira