Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 19:55 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fagnar því að traffíkin sé að aukast. Stöð 2 Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira