Grindavík

Fréttamynd

Erfið lífs­reynsla að þurfa að yfir­gefa heimili sitt

Emilía Þóra Ólafsdóttir er átján ára Grindavíkurmær búsett á Álftanesi. Hana dreymir um að skara fram úr sem leik- og söngkona í framtíðinni og setur stefnuna á framhaldsnám í Kaupmannahöfn eftir menntaskóla. Emilía er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Búseturétthafar í Grinda­vík losna undan samningum

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Búseturétthöfum í um þrjátíu íbúðum í bænum stendur nú til boða að losna undan samningi án uppsagnarfrestar.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla látin skila milljónum sem dómurinn telur lík­lega illa fengið fé

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að láta af hendi 7,13 milljónir króna í reiðufé sem hún lagði hald á árið 2021 í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Maður, sem er eigandi peninganna, er ásamt öðrum grunaður í máli sem varðar innflutning, framleiðslu og dreifingu fíkniefna, sem og ýmis auðgunarbrot, stórfelldan þjófnað og peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris nú hraðara en fyrir síðasta eld­gos

Kvikuflæði heldur áfram undir Svartsengi en hraði landriss mælist nú meiri en fyrir síðasta eldgos á Reykjanesinu sem hófst þann 29. maí og lauk 22. júní. Í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands kemur fram að líkur eru á öðru kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu vikum eða mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­tækja­lánin í met­hæðum vegna kaupa Þór­kötlu á fast­eignum í Grinda­vík

Tilfærsla frá íbúðalánum heimila til fyrirtækja í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu skýrir að hluta tugmilljarða stökk í nýjum útlánun til atvinnufyrirtækja í maímánuði og höfðu þau aldrei mælst meiri. Félagið Þórkatla, sem var stofnað fyrr á árinu til að annast uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði einstaklinga vegna eldsumbrotanna í nágrenni Grindavíkur, stóð að kaupum á um 200 fasteignum í maí.

Innherji
Fréttamynd

Býst ekki við nýju eld­gosi

Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að það hefjist ekki nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. 

Innlent
Fréttamynd

Þór­katla tekið við 400 eignum

Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur borist umsóknir 900 Grindvíkigna um sölu á eignum til félagsins. Gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, um 82 prósent þeirra sem sótt hefur verið um. Þegar hefur verið tekið við 400 eignum.

Innlent
Fréttamynd

Merktir Ís­landi og Grinda­vík á stóra sviðinu í Frankfurt

Full­trúar Ís­lands á Heims­bikar­mótinu í Pílu­kasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstu­daginn kemur. Þeir Pétur Rúð­rik Guð­munds­son og Arn­grímur Anton Ólafs­son mynda lands­lið Ís­lands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ís­land er með þátt­töku­rétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýska­landi.

Sport
Fréttamynd

Land­ris gæti aukist en of snemmt að segja til um gos­lok

Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Unnið dag og nótt við varnar­garðana

Hraunkæling við varnargarðana við Svartsengi hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi með góðum árangri. Slökkviliðið og aðrir á svæðinu fagna því að eldgosið virðist vera að syngja sitt síðasta í bili.

Innlent
Fréttamynd

„Það er heil­mikil kæling af þessu“

Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli.

Innlent
Fréttamynd

Enn stöðugt streymi í Svarts­engi

Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni þann 29. maí hefur nú staðið í rétt rúmar þrjár vikur og áfram gýs úr einum gíg rétt austan Sundhnúks. Landris helst stöðugt í Svartsengi og því ljóst að meiri kvika flæðir inn í kvikuhólfið en gýs upp úr því.

Innlent
Fréttamynd

„Ég sakna vina minna úr Grinda­vík“

„Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn.

Innlent
Fréttamynd

Leggst yfir rann­sókn lög­reglu á banaslysi

Ríkissaksóknari hefur tekið til skoðunar hvort rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á banaslysi við HS Orku árið 2017 hafi verið ófullnægjandi. Vinnueftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við aðbúnað á slysstað en þrátt fyrir það var rannsókn lögreglunnar hætt án skýringa og engin ákæra gefin út.

Innlent
Fréttamynd

Hraunkælingin gengur vel og heldur á­fram í alla nótt

Slökkvilið Grindavíkur hóf fyrr í kvöld ásamt úrvalsliði viðbragðsaðila að dæla vatni yfir hraun sem hóf að teygja sig yfir varnargarðinn við Svartsengi. Um er að ræða fyrstu hraunkælingu af þessu tagi síðan í Heimaeyjargosinu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið undir­býr hraunkælingu við varnar­garð við Svarts­engi

Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973.

Innlent