Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Kjartan Kjartansson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. apríl 2025 09:58 Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, ræði við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi rétt áður en eldgos hófst 1. april 2025. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss. Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira