Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Kjartan Kjartansson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. apríl 2025 09:58 Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, ræði við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi rétt áður en eldgos hófst 1. april 2025. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss. Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira