Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Kjartan Kjartansson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. apríl 2025 09:58 Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, ræði við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi rétt áður en eldgos hófst 1. april 2025. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss. Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira