Innlent

Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarfólk fór til Grindavíkur í morgun til að aðstoða við rýmingu. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarfólk fór til Grindavíkur í morgun til að aðstoða við rýmingu. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar

Björgunarsveitarfólki sem kom að rýmingu í Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í morgun var ógnað. Samkvæmt heimildum Vísis fengu björgunarsveitarmenn sem lentu í slíkum ógnunum sálrænan stuðning frá fulltrúum Rauða krossins.

Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar sagðist hafa heyrt af málinu en vísaði á lögreglu varðandi frekari upplýsingar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband. 

Fram hefur komið að nokkrir einstaklingar hafi neitað að rýma Grindavík þegar kvikuhlaupið hófst í morgun. Úlfar segir að honum sýnist að enginn sé í hættu að svo komnu og hraun sé ekki komið inn í bæinn.

„Ég held að fólkið komi sér í burtu. Það er alveg sjálfbjarga með það ef hraunið rennur í áttina að því. Það er ágætis veður og flóttaleiðir greiðfærar,“ segir lögreglustjórinn.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×