Grindavík

Fréttamynd

Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs

Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit.

Innlent
Fréttamynd

Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu

Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið

Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp.

Innlent
Fréttamynd

Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“

Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið.

Innlent
Fréttamynd

Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið

Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal.

Innlent
Fréttamynd

Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum

Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir.

Innlent
Fréttamynd

Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.

Innlent
Fréttamynd

Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda

„Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki.

Innlent
Fréttamynd

Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða

Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 

Innlent
Fréttamynd

Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal

Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með.

Innlent