Gosið leggst vel í Grindvíkinga Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 16:14 Ellubúð, söluskáli slysavarnafélagsins Þórkötlu í Grindavík, var settur upp fyrir rúmu ári við göngustíg sem lá að gosstöðvunum. Hann sló í gegn og einn þeirra sem var þakklátur fyrir þjónustuna var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis sem fór ófáar ferðirnar að Fagradalsfjalli. Nú er ballið byrjað á ný. vísir/vilhelm Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. „Jájá, það þýðir ekkert annað. Við tökumst bara á við þetta eins og annað. Þetta er alltaf spennandi. Það er ekki hægt að segja annað. Ég held að þetta sé fínasta staðsetning,“ segir Guðrún Kristín og nefnir að þetta sé fjær Grindavík en fyrra gosið fyrir rúmu ári, sem er gott. En verra sé að þetta sé nær Suðurstrandarveginum. Ellubúð sló í gegn Guðrún segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig fer. „Já, nú er allt að gerast. Við erum að byrja uppá nýtt aftur.“ Fyrir rúmu ári ræddi Vísir við Guðrúnu Kristínu í tilefni af því að Þórkatla hafði komið upp við göngustíginn sem lá að gosstöðvunum við Fagradalsfjall sölugámi sem kallaðist Ellubúð. Þetta var kærkomin þjónusta við þá fjölmörgu sem lögðu leið sína að gosinu og í fjáröflunarskyni fyrir slysavarnadeildina sem nú hefur enn og aftur í mörg horn að líta. Guðrún Kristín segir ekki liggja fyrir hvort Ellubúð taki til starfa á ný. „Við erum nú að undirbúa okkur í húsi björgunarsveitarinnar. Svo verður bara að koma í ljós hvað við gerum við Ellu. Það er aldrei að vita hvað við látum okkur detta í hug.“ Ellubúð var rekin í einn og hálfan mánuð en þá breytti gosið eilítið um stefnu og gönguleiðin lá ekki þar hjá. Ekki var hægt um vik að koma gámnum upp á nýjum stað þá. „Þetta var hrikalega gaman og kannski látum við slag standa ef við höfum tíma og mannskap. Þetta tókst mjög vel og heill hellingur af fólki sem heimsótti okkur.“ Margir fegnir að farið sé að gjósa Guðrún Kristín krossar sig þegar hún er spurð um hversu margir komu við í Ellubúð meðan hún var starfrækt. „Guð minn góður, ég hef ekki hugmynd um það. En við reiknuðum út að það fóru tvöþúsund og fimm hundruð pylsur fyrir utan allt hitt, súkkuklagi og kaffi.“ Guðrún Kristín reiknar með því að nú fari strollan af stað aftur, hún býst jafnvel við því að ferðalangar sem eru áhugasamir um gosið fari af stað strax nú í dag. Hún segir það liggja fyrir að áhrif fyrra gossins hafa verið mikil á Grindavík þó erfitt sé að meta nákvæmlega hvernig en ljóst þó að verslun og þjónusta hafi rokið uppá við. Og Grindvíkingar láta sér hvergi bregða og eru jafnvel ánægðir með eldgosið. „Ég held að það séu margir fegnir því að farið sé að gjósa og losna þá við jarðskjálftanna. Það var alveg komið gott með þá.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir „Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Jájá, það þýðir ekkert annað. Við tökumst bara á við þetta eins og annað. Þetta er alltaf spennandi. Það er ekki hægt að segja annað. Ég held að þetta sé fínasta staðsetning,“ segir Guðrún Kristín og nefnir að þetta sé fjær Grindavík en fyrra gosið fyrir rúmu ári, sem er gott. En verra sé að þetta sé nær Suðurstrandarveginum. Ellubúð sló í gegn Guðrún segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig fer. „Já, nú er allt að gerast. Við erum að byrja uppá nýtt aftur.“ Fyrir rúmu ári ræddi Vísir við Guðrúnu Kristínu í tilefni af því að Þórkatla hafði komið upp við göngustíginn sem lá að gosstöðvunum við Fagradalsfjall sölugámi sem kallaðist Ellubúð. Þetta var kærkomin þjónusta við þá fjölmörgu sem lögðu leið sína að gosinu og í fjáröflunarskyni fyrir slysavarnadeildina sem nú hefur enn og aftur í mörg horn að líta. Guðrún Kristín segir ekki liggja fyrir hvort Ellubúð taki til starfa á ný. „Við erum nú að undirbúa okkur í húsi björgunarsveitarinnar. Svo verður bara að koma í ljós hvað við gerum við Ellu. Það er aldrei að vita hvað við látum okkur detta í hug.“ Ellubúð var rekin í einn og hálfan mánuð en þá breytti gosið eilítið um stefnu og gönguleiðin lá ekki þar hjá. Ekki var hægt um vik að koma gámnum upp á nýjum stað þá. „Þetta var hrikalega gaman og kannski látum við slag standa ef við höfum tíma og mannskap. Þetta tókst mjög vel og heill hellingur af fólki sem heimsótti okkur.“ Margir fegnir að farið sé að gjósa Guðrún Kristín krossar sig þegar hún er spurð um hversu margir komu við í Ellubúð meðan hún var starfrækt. „Guð minn góður, ég hef ekki hugmynd um það. En við reiknuðum út að það fóru tvöþúsund og fimm hundruð pylsur fyrir utan allt hitt, súkkuklagi og kaffi.“ Guðrún Kristín reiknar með því að nú fari strollan af stað aftur, hún býst jafnvel við því að ferðalangar sem eru áhugasamir um gosið fari af stað strax nú í dag. Hún segir það liggja fyrir að áhrif fyrra gossins hafa verið mikil á Grindavík þó erfitt sé að meta nákvæmlega hvernig en ljóst þó að verslun og þjónusta hafi rokið uppá við. Og Grindvíkingar láta sér hvergi bregða og eru jafnvel ánægðir með eldgosið. „Ég held að það séu margir fegnir því að farið sé að gjósa og losna þá við jarðskjálftanna. Það var alveg komið gott með þá.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir „Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36
Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04