Vakinn af værum blundi með skjálftasímtali úr Kópavogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. ágúst 2022 11:15 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Ívar Grindvíkingar virðast lítið hafa fundið fyrir þremur stórum skjálftum sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti og í nótt. Bæjarstjórinn segir að dóttir hans hafi vakið foreldra sína í gærkvöldi með símtali úr Kópavogi, smeyk um stöðuna í Grindavík eftir að hafa fundið vel fyrir einum af skjálftunum. Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,8 og 4,1 riðu yfir á tólfta tímanum í gær. Þriðji stóri skjálftinn mældist í nótt, fimm að stærð. Frá því að jarðhræringarnar hófust á Reykjanesskaga fyrir um tveimur árum hafa Grindvíkingar oftar en ekki borið hitann og þungann af þeim. Skjálftarnir sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti fundust mjög vel á höfuðborgarsvæðinu. Var mörgum þá hugsað til Grindavíkur og hvernig skjálftarnir hefðu leikið bæjarbúa þar, ekki síst eftir skjálftana um síðustu helgi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagði að skjálftarnir þrír hefðu varla fundist við Grindavík. Skjálftinn að stærð 5,0 sem varð klukkan hálfþrjú í nótt átti upptök sín 4,6 km NNA af Krýsuvík samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Sváfu skjálftana af sér „Þá ertu að tala um þessa skjálfta sem urðu við Kleifarvatn. Vegalengdin þaðan og inn á höfuðborgarsvæðið er svona svipuð og frá Kleifarvatni til Grindavíkur þannig að mætti ætla sem svo að áhrif skjálftanna við Kleifarvatn yrðu jafn mikil og raun bar vitni í Reykjavík og á því svæði en svo er ekki,“ sagði Fannar. „Vísindamenn segja okkur að það sé kannski vegna þess að bergið sé orðið svo brotið og svampkennt að við verðum mjög lítið vör við jarðskjálfta sem eiga upptök sín við Kleifarvatn. Ég held að það hafi nú ekki valdið neinum svefntruflunum,“ sagði Fannar. Tók hann sem dæmi að dóttir hans, búsett í Kópavogi, hafi vakið foreldra sína skömmu fyrir miðnætti, eftir að hafa fundið vel fyrir skjálftunum sem riðu yfir um það leyti. „Ég tek sem dæmi að dóttir okkar hjóna sem býr í Kópavogi, hún hringdi í foreldra sína hálfsmeyk um að stór skjálfti hefði riðið yfir hjá okkur því hún fann svo óþyrmilega fyrir honum heima hjá sér. Vakti okkur af værum blundi og við höfðum einskis orðið vör.“ „Það sama gerðist þegar skjálftinn varð á þriðja tímanum í nótt. Við sváfum þetta af okkur og sama gerðu þeir sem ég hef hitt hérna í morgunsárið,“ sagði Fannar. Fundu vel fyrir skjálftunum um helgina Grindvíkingar hafa þó fundið vel fyrir skjálftahrinunni sem fylgt hefur aukinni virkni á svæðinu við Fagradalsfjall, ekki síst um nýliðna helgi. „Aftur á móti voru tíðir og töflugir skjálftar um verslunarmannahelgina, sérstaklega þarna upp á 5,4 á sunnudeginum sem var mjög sterkur. Sá sem fólk í Grindavík hefur upplifaðan harðastan hérna. Munir féllu meira úr hillum, myndur skekktust og brotnaði eitthvað af innbúi umfram það sem við höfum séð áður.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bítið Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Átta skjálftar yfir þremur frá þeim stærsta Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga frá því að skjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir hálf þrjú í nótt. 2. ágúst 2022 07:18 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Sjá meira
Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,8 og 4,1 riðu yfir á tólfta tímanum í gær. Þriðji stóri skjálftinn mældist í nótt, fimm að stærð. Frá því að jarðhræringarnar hófust á Reykjanesskaga fyrir um tveimur árum hafa Grindvíkingar oftar en ekki borið hitann og þungann af þeim. Skjálftarnir sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti fundust mjög vel á höfuðborgarsvæðinu. Var mörgum þá hugsað til Grindavíkur og hvernig skjálftarnir hefðu leikið bæjarbúa þar, ekki síst eftir skjálftana um síðustu helgi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagði að skjálftarnir þrír hefðu varla fundist við Grindavík. Skjálftinn að stærð 5,0 sem varð klukkan hálfþrjú í nótt átti upptök sín 4,6 km NNA af Krýsuvík samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Sváfu skjálftana af sér „Þá ertu að tala um þessa skjálfta sem urðu við Kleifarvatn. Vegalengdin þaðan og inn á höfuðborgarsvæðið er svona svipuð og frá Kleifarvatni til Grindavíkur þannig að mætti ætla sem svo að áhrif skjálftanna við Kleifarvatn yrðu jafn mikil og raun bar vitni í Reykjavík og á því svæði en svo er ekki,“ sagði Fannar. „Vísindamenn segja okkur að það sé kannski vegna þess að bergið sé orðið svo brotið og svampkennt að við verðum mjög lítið vör við jarðskjálfta sem eiga upptök sín við Kleifarvatn. Ég held að það hafi nú ekki valdið neinum svefntruflunum,“ sagði Fannar. Tók hann sem dæmi að dóttir hans, búsett í Kópavogi, hafi vakið foreldra sína skömmu fyrir miðnætti, eftir að hafa fundið vel fyrir skjálftunum sem riðu yfir um það leyti. „Ég tek sem dæmi að dóttir okkar hjóna sem býr í Kópavogi, hún hringdi í foreldra sína hálfsmeyk um að stór skjálfti hefði riðið yfir hjá okkur því hún fann svo óþyrmilega fyrir honum heima hjá sér. Vakti okkur af værum blundi og við höfðum einskis orðið vör.“ „Það sama gerðist þegar skjálftinn varð á þriðja tímanum í nótt. Við sváfum þetta af okkur og sama gerðu þeir sem ég hef hitt hérna í morgunsárið,“ sagði Fannar. Fundu vel fyrir skjálftunum um helgina Grindvíkingar hafa þó fundið vel fyrir skjálftahrinunni sem fylgt hefur aukinni virkni á svæðinu við Fagradalsfjall, ekki síst um nýliðna helgi. „Aftur á móti voru tíðir og töflugir skjálftar um verslunarmannahelgina, sérstaklega þarna upp á 5,4 á sunnudeginum sem var mjög sterkur. Sá sem fólk í Grindavík hefur upplifaðan harðastan hérna. Munir féllu meira úr hillum, myndur skekktust og brotnaði eitthvað af innbúi umfram það sem við höfum séð áður.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bítið Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Átta skjálftar yfir þremur frá þeim stærsta Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga frá því að skjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir hálf þrjú í nótt. 2. ágúst 2022 07:18 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Sjá meira
Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04
Átta skjálftar yfir þremur frá þeim stærsta Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga frá því að skjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir hálf þrjú í nótt. 2. ágúst 2022 07:18
Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“