Hafnarfjörður

Fréttamynd

Tjón VÍS vegna brunans aldrei meira en 300 milljónir

Vátryggingafélagið VÍS tryggði húsnæðið í heild sinni og sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, upplýsingafulltrúi félagsins, ljóst að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna. Tjón félagsins verði þó aldrei meira en um 300 milljónir vegna samninga um endurtryggingar.

Innlent
Fréttamynd

Brunavarnir hússins í ólagi

Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst.

Innlent
Fréttamynd

„Það er allt farið“

Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Segir dásamlegt að sjá líf færast í húsið á ný

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Óbreytt staða í Straumsvík

Enn hefur ekki verið lagt mat á það hversu mikið fjárhagslegt tjón lokun kerskála þrjú í álveri Rio Tinto í Straumsvík hefur í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum

Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsmannafundur í Straumsvík

Forsvarsmenn álversins í Straumsvík hafa boðað til fundar með starfsfólki álversins klukkan 11:15, þar sem farið verður yfir stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað

Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Segir að steypa þurfi í borholurnar

Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega.

Innlent
Fréttamynd

Reðurristur fjarlægðar úr hlíðum Helgafells

Landvörður í Reykjanesfólkvangi segir skemmdarverk sem unnin voru með kroti í hlíðar Helgafells í síðasta mánuði hafa fyllt mælinn og þolinmæði gagnvart slíkum náttúruspjöllum sé nú á þrotum. Í dag og í gær unnu hópar fólks að því að afmá ummerki um skemmdarverkin.

Innlent