Starfsmenn álversins í Straumsvík urðu af 24 þúsund króna launahækkun í dag þar sem Rio Tinto náði ekki að endursemja um raforkuverð fyrir 1. júlí. Trúnaðarráð starfsmanna féllst hins vegar í gær á ósk um mánaðar friðarskyldu í trausti orða fulltrúa álversins um að samningar við Landsvirkjun væru í burðarliðnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.
Starfsmenn álversins gerðu stuttan kjarasamning í vor en Rio Tinto skilyrti þó hluta launahækkunar því að nýr raforkusamningur næðist við Landsvirkjun. Rætt var við Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmann starfsmanna álversins, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér.