Hafnarfjörður

Fréttamynd

Á 90 þúsund servíettur í Hafnar­firði

Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár.

Lífið
Fréttamynd

Um­ræða sem eigi ekki við rök að styðjast

„Það er alveg skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur þegar þetta er svona nýtt verkefni. Það hafa verið mjög aðgengilegar upplýsingar að verkefninu. Síðan fer vissulega alltaf af stað umræður sem eiga ekki við rök að styðjast og það er bara eðlilegt. Þá bendir maður bara fólki á að kynna sér málið betur.“

Innlent
Fréttamynd

Að­för að ung­mennum (Í minningu Hamarsins)

Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Nemendalýðræði á brauð­fótum

Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kostaði Krýsu­vík?

Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í liðinni viku var samþykkt að selja HS orku nýtingarétt af auðlindum í Krýsuvík. Fyrirtækið hyggst reisa virkjun á svæðinu, virkja jarðvarma til raforkuframleiðsl, til sölu á heitu vatni til heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og vinna grunnvatn eins og segir í samningi aðilanna.

Skoðun
Fréttamynd

Gosmóða yfir höfuð­borgar­svæðinu í dag

Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Á­nægðari börn, for­eldrar og starfs­fólk og öflugt fagstarf

Hafnarfjarðarbær mun í haust innleiða breytingar á leikskóladegi barna sem gefa færi á styttri viðveru en um leið sömu umönnun og kennslu. Foreldrar geta lækkað leikskólagjöldin um allt að 30%. Enn sem fyrr geta þó foreldrar fengið pláss fyrir börnin sín fullan leikskóladag þurfi þeir þess.

Samstarf
Fréttamynd

Fjár­festa fyrir þrjá milljarða í Reykja­nes­bæ og Hafnar­firði

Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rann­sóknar- og nýtingarrétt í Krýsu­vík

Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert að óttast við þennan mann“

Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að láta af myndbirtingum karlmönnum á samélagsmiðlum sem það telur tengjast máli manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfjarðarbæ. Málið er í forgangi og telst enn óupplýst.

Innlent
Fréttamynd

Lokun ungmennahúss blaut tuska í and­lit hafn­firskra ung­menna

Á miðvikudaginn síðastliðinn var samþykkt á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins segir vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu bæði óvönduð og ólýðræðisleg.

Innlent
Fréttamynd

Tívolíbomba hefði getað skapað stór­hættu

Lögregla hefur til rannsóknar íkveikju í iðnaðarbili við Dofrahellu í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags. Tívolíbombu var kastað inn um glugga á iðnaðarbilinu þar sem gin er bruggað í miklu magni. Mildi þykir að ekki fór verr. 

Innlent
Fréttamynd

Á­standið í Hafnar­firði geti haft lang­varandi á­hrif á börn

Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum.

Innlent
Fréttamynd

Taldir hafa svið­sett á­rekstur í Hafnar­firði

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna.

Innlent