

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni.
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun og haldið verður upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Venjunni samkvæmt er stútfull og metnaðarfull dagskrá um allt land. Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum.
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna.
Arnar Þór Jónsson fyrrverandi forsetaframbjóðandi og héraðsdómari hefur sett 400 fermetra einbýli á Arnarnesi á sölu. „Eitt fallegasta einbýlishús landsins“, segir í lýsingu fasteignasalans.
Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst.
Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst.
Bíl var ekið af Elliðavatnsvegi, sem er einnig þekkt sem Flóttamannaleið, í morgun og var einn fluttur á slysadeild.
Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari í Garðabæ mun ekki mæta til kennslu næsta haust. Tekist hefur samkomulag milli hans og Kristins Þorsteinssonar skólameistara að komið sé gott.
Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar og eiginkona hans, Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hjá Sagafilm, hafa fest kaup á umhverfisvænu raðhúsi við Kinnargötu í Garðabæ. Húsið er byggt úr krosslímdum timbureiningum, unnar úr sjálfbærum evrópskum skógum.
Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá FKA, og eiginmaður hennar Jón Þór Eyþórsson framkvæmdastjóri hafa fest kaup á einbýlishúsi við Dalsbyggð 15 í Garðabæ. Hjónin greiddu 141 milljónir fyrir húsið.
Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook.
Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður Eikar fasteignafélags, og eiginkona hans Katrín Hjaltadóttir hafa sett glæsilegt einbýlihús við Eikarás í Garðabæ á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 350 milljónir.
Fullt var út úr dyrum á Bessastöðum í dag, þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú tóku á móti gestum á síðasta opna húsinu í forsetatíð þess fyrnefnda.
Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ segir að í nýrri tillögu að deiliskipulagi fyrir Arnarland í Garðabæ sé tekið tillit til margra athugasemda frá íbúum. Samráðsferlið sé enn opið. Hann hvetur íbúa til að rýna nýja tillögu og til að skila athugasemdum.
Hópur íbúa í Garðabæ skoðar nú að stofna hagsmunasamtök til að mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu í Arnarlandi í Garðabæ. Sigurður Hólmar Jóhannesson er hluti af þeim hópi. Hann mætti á fund bæjarstjórnar í dag, ásamt um þrettán öðrum, til að mótmæla samráðsleysi við íbúa. Hann segir íbúa ekki mótfallna uppbyggingu á svæðinu en þau telji að hún ætti að vera meira í takt við það sem fyrir er.
Margrét Bjarnadóttir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.
Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónus, og eiginkona hans Ingibjörg B. Halldórsdóttir hafa sett einbýlishús sitt við Hjálmakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 380 fermetra hús sem var byggt árið 2008.
Alfreð Hjaltason athafnamaður hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt í botnlanga í Garðabæ á sölu. Uppsett verð fyrir húsið eru 375 milljónir króna en húsið er einmitt 375,5 fermetrar að stærð.
Ný göng undir Arnarneshæð, sem eiga að stórbæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, voru formlega tekin í gagnið í dag.
María Gomez lífstílsbloggari og eiginmaður hennar Ragnar Már Reynisson hafa sett raðhús sitt við Ásbúð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1979. Eignin hefur verið endurnýjuð að innan á vandaðan og smekklegan máta. Ásett verð er 163,7 milljónir.
Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla.
Hjónin og eigendur Sportvörur.is, Eyþór Ragnarsson og Sigríður Gunnarsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Markarflöt í Garðabæ á sölu. Um er að ræða vel skipulagt 220 fermetra hús á einni hæð. Ásett verð er 189,9 milljónir.
Innritun leikskólabarna er vel á veg komin í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík er búið að bjóða 1.715 börnum leikskólapláss. Meðalaldur við innritun er í kringum 22 mánuðir.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í morgun eftir fimmtán ára stúlku. Hún er nú fundin.
Fullt var út úr dyrum á opnunarkvöldi Sjálands í Garðabæ 2. maí síðastliðinn sem var hann hinn glæsilegasti. Skemmtikraftarnir Ari Eldjárn, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Birna Rún Eiriksdóttir komu fram og kítluðu hláturtaugar gesta.
Kaldavatnslögn fór í sundur við Haukanes á Arnarnesinu í Garðabæ um fjögurleytið í dag. Af þeirri ástæðu hefur verið lokað fyrir vatnið á svæðinu. Unnið er að viðgerð.
Guðný Helga forstjóri VÍS og Pétur Rúnar flugstjóri hjá Icelandair hafa sett hús sitt að Holtsbúð 51 í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 274,3 fermetra einbýli á tveimur hæðum, sem hægt væri að breyta í tveggja íbúða hús. Ásett verð er 220 milljónir.
Tvær beinagrindur og byssukúlur eru á meðal þess sem hefur fundist við framkvæmdir við Bessastaði. Fornleifafræðingur segir aðra beinagrindina mögulega tilheyra konu sem dó úr ástarsorg.
Nadía Atladóttir, knattspyrnukona, lögfræðinemi og verslunareigandi, er búsett í Garðabæ ásamt kærasta sínum Arnari Frey Ársælssyni, syni þeirra Marino og hundinum Emmu. Nadía segist spennt fyrir sumrinu þar sem fótboltasenan verður í aðalhlutverki.
Umferðin gengur nú hægar en venjulega á Reykjanesbraut í Garðabæ, en þar kviknaði eldur í tengivangi bifreiðar á þriðja tímanum í dag, á móts við IKEA.